Fyrirtækið
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%) og er rekið undir félaginu Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf., kt. 660805-1250.
Eigendastefna
Fyrir rekstur og starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. sem er í eigu íslenska ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%) gildir eftirfarandi.
Hörpustrengir
Rekstrarfélagið Hörpustrengir ehf. var stofnað í desember 2013. Félagið hefur þann tilgang að standa fyrir völdum viðburðum sem marka spor í íslenskt tónlistar- og menningarlíf og myndu ekki verða að veruleika án aðkomu félagsins.
Dagskrárráð Hörpu
Stjórn Hörpu hefur komið á fót ráðgefandi dagskrárráði til að styðja við mikilvæga innleiðingu og framkvæmd nýrrar dagskrárstefnu. Markmiðið með starfseminni er að stuðla að gæðum og fjölbreytni í viðburðahaldi í Hörpu og að húsið uppfylli sem best menningarlegt hlutverk sitt miðað við þann stakk sem því er sniðinn. Dagskrárstefna Hörpu skiptist upp í eftirfarandi áherslur:
• Barnamenning og fjölskylduvæn dagskrá
• Borgartorgið sem hattur yfir hátíðir, opin rými og Hörputorg
• Fjölbreytni og bætt aðgengi fyrir grasrót og ungt tónlistarfólk
• Fyrsta flokks alþjóðlegir viðburðir á vegum Hörpustrengja.
Stjórn Hörpu 2024
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Ráðgjafi. Stjórnarformaður
Situr í endurskoðunarnefnd - í stjórn Hörpu frá 2019
Árni Geir Pálsson
Ráðgjafi. Varaformaður stjórnar
Situr í endurskoðunarnefnd Hörpu - í stjórn Hörpu frá 2017
Gunnar Sturluson
Hæstaréttarlögmaður. Meðstjórnandi
Í stjórn Hörpu frá 2023
Hrönn Greipsdóttir
Framkvæmdastjóri. Meðstjórnandi
Í stjórn Hörpu frá 2023
Jón Sigurgeirsson
Efnahagsráðgjafi. Meðstjórnandi
Í stjórn Hörpu frá 2023
Varamenn
Varamenn í stjórn Hörpu eru Emelía Ottesen og Arnfríður S. Valdimarsdóttir.
Tengt efni
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2023
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2022
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2021
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2020
Aðalfundur fyrir Hörpu árið 2019
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2018
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2017
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2016
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2015
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2014
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2013
Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2012