Fyrir­tækið

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%) og er rekið undir félaginu Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf., kt. 660805-1250.

Eigendastefna

Fyrir rekstur og starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. sem er í eigu íslenska ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%) gildir eftirfarandi.

Lesa alla eigendastefnuna.

Hörpustrengir

Rekstrarfélagið Hörpustrengir ehf. var stofnað í desember 2013. Félagið hefur þann tilgang að standa fyrir völdum viðburðum sem marka spor í íslenskt tónlistar- og menningarlíf og myndu ekki verða að veruleika án aðkomu félagsins.

Lesa meira um Hörpustrengi.

Dagskrárráð Hörpu

Stjórn Hörpu hefur komið á fót ráðgefandi dagskrárráði til að styðja við mikilvæga innleiðingu og framkvæmd nýrrar dagskrárstefnu. Markmiðið með starfseminni er að stuðla að gæðum og fjölbreytni í viðburðahaldi í Hörpu og að húsið uppfylli sem best menningarlegt hlutverk sitt miðað við þann stakk sem því er sniðinn. Dagskrárstefna Hörpu skiptist upp í eftirfarandi áherslur:

• Barnamenning og fjölskylduvæn dagskrá

• Borgartorgið sem hattur yfir hátíðir, opin rými og Hörputorg

• Fjölbreytni og bætt aðgengi fyrir grasrót og ungt tónlistarfólk

• Fyrsta flokks alþjóðlegir viðburðir á vegum Hörpustrengja.

Meira um Dagskrárráð Hörpu

Stjórn Hörpu 2024

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir

Ráðgjafi. Stjórnarformaður

Situr í endurskoðunarnefnd - í stjórn Hörpu frá 2019

Árni Geir Pálsson

Ráðgjafi. Varaformaður stjórnar

Situr í endurskoðunarnefnd Hörpu - í stjórn Hörpu frá 2017

Gunnar Sturluson

Hæstaréttarlögmaður. Meðstjórnandi

Í stjórn Hörpu frá 2023

Hrönn Greipsdóttir

Framkvæmdastjóri. Meðstjórnandi

Í stjórn Hörpu frá 2023

Jón Sigurgeirsson

Efnahagsráðgjafi. Meðstjórnandi

Í stjórn Hörpu frá 2023

Varamenn

Varamenn í stjórn Hörpu eru Emelía Ottesen og Arnfríður S. Valdimarsdóttir.

Aðalfundur Hörpu fyrir árið 2022