Fundir

Stefnufundur, samtal, skipulagsdagur eða starfsviðtal. Þú getur bókað fundarrými í Hörpu með skömmum fyrirvara.

Í Hörpu er fjölbreytt aðstaða fyrir fundi og hvert rými er búið fyrsta flokks tækjabúnaði og öll þjónusta við hendina.

Stærsta fundarherbergið Ríma, rúmar allt að 100 manns í sæti, en hægt er að skipta því í tvennt. Fundarherbergin Vísa og Stemma, á fyrstu hæð hússins, rúma allt að 20 manns við stjórnarborð, og á fjórðu hæð eru fjögur minni fundarherbergi Nes, Vík, Vör, og Sund sem rúma öll 6-8 manns þægilega í sæti.

Láttu góðar hugmyndir verða að veruleika í fallegu umhverfi Hörpu. Hafðu samband við ráðstefnudeild Hörpu radstefnur@harpa.is