Fundir

Í Hörpu er fjölbreytt aðstaða fyrir fundi og hvert rými er búið fyrsta flokks tækjabúnaði og öll þjónusta við hendina. Láttu góðar hugmyndir verða að veruleika í fallegu umhverfi Hörpu.

Bókaðu fundarherbergið og veitingar hér á netinu.

Hægt er að bóka fundarherbergin Nes, Vík, Vör og Sund á fjórðu hæð sem og Vísu og Stemmu á jarðhæð hér á netinu. Bókunarferlið er einfalt og þægilegt þar sem einnig er hægt að bóka veitingar. Gengið er frá greiðslu með greiðslukorti í lokaskrefi í bókunarferlinu.

Bóka fundarherbergi.

Ríma

Ríma er stærsta fundarherbergi í Hörpu og er staðsett á fyrstu hæð. Herbergið rúmar allt að 100 manns í sæti og hægt að skipta því í tvennt. Fyrir framan Rímu er opna rýmið Flói sem hægt er að nota sem sýningaraðstöðu, fyrir móttöku eða annað þvíumlíkt

Vísa og Stemma

Fundarherbergin Vísa og Stemma taka allt að 20 manns í sæti hvort og eru staðsett á jarðhæð Hörpu. Frítt Wifi, stórt tjald, tengi fyrir fartölvu og hljóðkerfi. Tússtafla og pennar eru í herberginu en einnig er hægt að óska eftir því að fá pappírstöflu og penna. Veitingar er hægt að panta hjá veisluþjónustu Hörpu. Fundarherbergin eru til leigu í styttri og lengri tíma.

Nes, Vík, Vör og Sund

Fundarherbergin Nes, Vík, Vör og Sund rúma 4-6 manns þægilega í sæti. Þau eru staðsett á fjórðu hæð Hörpu og henta einstaklega vel fyrir fjarvinnu, símafundi, símtöl og samtöl. Frítt Wifi, sjónvarpsskjár til að tengja fartölvu og hljóðkerfi. Gardínur sem hægt er að draga niður til að fá meira næði. Veitingar er hægt að panta hjá veisluþjónustu Hörpu. Fundarherbergin eru til leigu í styttri og lengri tíma og hægt að bóka þau með skömmum fyrirvara.

Bóka fund í Hörpu

Ekki hika við að hafa samband og fá frekari upplýsingar:

Ráðstefnudeild

Ráðstefnudeild

Grímur Þór Vilhjálmsson

Viðskiptastjóri ráðstefnudeild

Hrafnhildur Svansdóttir

Viðskiptastjóri ráðstefnudeild

Rúnar Freyr Júlíusson

Viðskiptastjóri ráðstefnudeild

Algengar spurningar