Aðgengi

Njótið þess að koma í Hörpu. Vinsamlegast gefið ykkur nægan tíma, hvort sem þið komið fótgangandi eða þurfið að leggja bíl eða hjóli. Allt tekur sinn tíma, hvort sem þið þurfið að ná í miða, nota fatahengið eða gæða ykkur á veitingum eða drykk fyrir viðburð.

Harpa er staðsett í miðbæ Reykjavíkur við gömlu höfnina. Innkeyrsla er frá Sæbraut inn á bílaplan við Hörputorg eða niður í rúmgóðan bílakjallara. Vinsamlega leggið ekki bílum á Hörputorgi, þar skal aðeins hleypa inn eða út farþegum.

Bílastæðahús Hörpu er vel upplýst og aðgengi er þaðan beint inn í húsið. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst öllum hlestu inngöngum. Gjaldskylda er í húsinu frá kl. 7:00-02:00 alla daga. Fyrir framan Hörpu er einungis hægt að hleypa gestum út úr farartækjum. Ekki er hægt að leggja þar.

Þegar komið er inn í bílahúsið þarf að greiða gjaldið í gjaldmælum sem eru á hvorri hæð bílahússins. Ef fólk lendir í vandræðum þá er alltaf vaktmaður á stæðinu. Hann er staðsettur í vaktherbergi í efri kjallara (K1).

Hægt er að greiða með kreditkortum, mynt og í gegnum leggja.is (gjaldsvæði 0). Einnig er hægt að kaupa miða í stæði fyrirfram þegar miðar eru sóttir í miðasölu.

Mikilvægt er að muna að setja miðann sem kemur úr gjaldmælinum í glugga bifreiðar áður en farið er inn í húsið. Bent er á að bannað er að leggja bifreiðum á torginu fyrir framan eða til hliðar við Hörpu. Bílar eru sektaðir þar. Ef lagt er við vörumóttöku eða við aðkomu neyðarbíla — eru bílar dregnir í burtu.

Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma.

Frekari upplýsingar