Hu­man Re­sources

Harpa aims to be a sought-after workplace and the first choice for those who want to work in a professional, creative and cultural environment.

Harpa's policy is to respect human rights and equality in all its activities, and the main focus is on creating a working environment where employees have equal status and receive equal opportunities for career advancement, wages and working rights. The essence of the policy is to create a flexible and positive work environment where respect and equal opportunities are held in high regard.

Jafnlaunavottun

Harpa hefur hlotið faggilta jafnlaunavottun, en meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.

Vinnustaðagreiningar

Harpa gerir reglulega vinnustaðagreiningar þar sem starfsfólk er beðið um að lýsa skoðun sinni á málefnum er snúa að vinnustaðnum og líðan þeirra þar. Eins tekur Harpa þátt í könnun VR um Fyrirtæki ársins og fær þar samanburð við aðra vinnustaði á viðhorfi starfsfólks. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt öryggi starfsfólks og er áhættumat framkvæmt því til stuðnings og brugðist við þar sem þurfa þykir.

Heilbrigðis- og öryggisstefna

Starfsfólk Hörpu hefur gert með sér samskiptasáttmála, þar sem virðing, fagmennska og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Harpa leggur áherslu á að öll samskipti og hegðun á vinnustaðnum endurspegli samskiptasáttmála félagsins. Harpa er vinnustaður þar sem ríkir andrúmsloft gagnkvæmrar virðingar þar sem markmiðið er að skapa jarðaveg andlegs og líkamlegs öryggis sem fyrirbyggir alla tegund af ofbeldi eins og einelti, kynbundið áreitni, kynferðislegt áreitni, andlegt áreitni svo og annars konar þrúgandi framkomu. Stefna félagsins gegn einelti er með það að markmiði sínu að allt starfsfólk Hörpu verði meðvitað um mikilvægi þess að bregðast við slíkum aðstæðum ef upp koma.

Harpa hefur innleitt athugasemdakerfi þar sem meðal annars er haldið utan tilkynningar er varða öryggismál. Kerfið er opið starfsfólki Hörpu sem og íbúum þess og geta öll sett inn ábendingar og skráð atvik ef þau verða. Engin slys eða næstum því slys voru skráð á starfsfólk á árinu 2022.

Árið 2022 var öryggishandbók Hörpu uppfærð og er henni ætlað að stuðla að öryggisvitund starfsfólks og er undirstaða þess að vinnubrögð og verkferlar eru örugg hjá starfsfólki Hörpu.

Heilsuvernd

  • 47% starfsmanna nýtir sér íþróttastyrk.
  • 12% starfsmanna nýtir sér samgöngustyrk.
  • 70% af starfsfólki fóru í heilsufarsmælingu.

Fræðsla og þjálfun

Harpa leggur áherslu á að styðja vel við þróun starfsfólks síns með því að bjóða upp á námskeið á vinnustaðnum en ekki síður með því að hvetja starfsfólk til að sinna starfsþróun sinni. Harpa veitir tækifæri til starfsþróunar innan vinnustaðarins.

Fjarvinnustefna

Markmiðið með fjarvinnustefnu Hörpu er að stuðla að fjölskylduvænum og sveigjanlegum vinnustað svo og jákvæðu framlagi til umhverfisins með því að minnka kolefnisspor og draga úr umferð. Stefnan nær til allra fastráðinna starfsmanna Hörpu sem eru í verkefnum sem henta til fjarvinnu og skila ábata fyrir báða aðila.

Samgöngusamningur

Harpa styður starfsfólk sitt í umhverfisvænum ferðamáta til og frá vinnu með því að bjóða upp á samgöngusamninga. Hægt er að velja á milli þess að gera samning til heils árs eða sex mánaða í senn og þá sumar eða vetrartímabil. Harpa býður starfsfólki sínu upp á læsta aðstöðu fyrir hjól og sturtur og þurrklefa fyrir blautan fatnað. Með vistvænum ferðamáta er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast til og frá vinnu á einkabíl, svo sem að ganga, hjóla eða ferðast með strætisvögnum.

Gerð var könnun meðal starfsfólks varðandi ferðavenjur til og frá vinnu þá daga sem starfsfólk mætti á starfsstöðvar fyrir árið 2022.

Helstu niðurstöður sýna að samtals losun 2022 var 25.587 kg CO₂í. Þar af er strætó 1.115 kg CO₂í en einkabílinn 24.472 kg CO₂í.

Travel habits of staff to and from work

Petrol car

Diesel car

Walking

Cycling

Hybrid car

Electric car

Bus

33%15%13%4%17%13%4%

Kynjahlutfall

-

-

-

-