Heiðurstónleikar, Rokk og popp, Tónlist
Price
5.990 - 16.990 kr
Next event
Thursday 19th March - 20:00
Venue
Eldborg
Hinn margfaldi Grammy-verðlaunahafi Carole King er óumdeilanlega einn áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldar. Lög og tónlist hennar hafa snert milljónir manna um allan heim í meira en hálfa öld. Tapestry, the Carole King Songbook fangar þessa ótrúlegu arfleifð og heiðrar verk hennar í ógleymanlegum flutningi Suzanne Davis og hljómsveitar hennar. Þessi fallega, einlæga og áhrifaríka tónleikasýning hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, ekki síst vegna magnaðs flutnings Suzanne Davis. Flutt eru öll lög „Tapestry“ plötunnar, sem kom út árið 1971 og er ein mest selda plata allra tíma, ásamt öðrum þekktum slögurum sem Carole King og eiginmaður hennar Gerry Goffin sömdu á sjöunda áratugnum. Þau eru eitt farsælasta teymi popptónlistarsögunnar og sömdu yfir 400 lög sem meira en 1.000 listamenn hafa flutt, meðal annars: The Drifters, The Beatles, Herman's Hermits, Donnie Osmond, Aretha Franklin, The Shirelles, Bobby Vee, og fleiri. Meðal þeirra laga sem hljóma á sýningunni eru: I Feel The Earth Move , Sweet Seasons, Tapestry, Jazzman, It’s Too Late, Natural Woman, Will You Love Me Tomorrow?, You’ve Got a Friend og Beautiful. Útgeislun, píanóleikur og söngur Suzanne Davis fangar áheyrendur strax frá fyrstu mínútu og hennar einstaki flutningur endurskapar goðsagnakennt tímabil og einstakan feril Carole King.
Þú munt finna jörðina hreyfast undir fótum þér á þessari sýningu!
Promoter
Daldrandi
Ticket prices are
A
15.990 kr.
B
12.990 kr.
C
10.990 kr.
D
7.990 kr.
E
5.990 kr.
X
16.990 kr.
What's on
Eldborg is the main concert hall in Harpa. Designed for world-class acoustics and versatile performances, Eldborg is the centrepiece of Iceland’s premier cultural venue.
Upcoming events in Eldborg