Tónlistarhús gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og skapa menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti. Harpa er stoltur aðili að Samtökum evrópskra tónlistarhúsa, European Concert Hall Organization (ECHO).
Um ECHO
Tónlistarhúsin í ECHO eru mismunandi í rekstri og listrænum áherslum en sameinast í því að leggja metnað í að kynna listviðburði í hæsta gæðaflokki fyrir sem fjölbreyttustum hópum gesta. Aðildarhús ECHO styðja hvert annað með því að deila reynslu og þekkingu og koma af stað metnaðarfullum alþjóðlegum sameiginlegum verkefnum. Lögð er rík áhersla á tengsl við listafólk, áhorfendur og samfélagið.