popp, tónleikar, jazz og blús

Zucchero - Over­dose D´Amore tour 2024

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

8.990 - 13.990 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 21. apríl - 20:00

Salur

Eldborg

ZUCCHERO - OVERDOSE D'AMORE TOUR 2024
Sérstakur gestur: Helgi Björns

Einn þekktasti rokk/blues tónlistarmaður Ítalíu – Zucchero – heldur tónleika í Eldborg- Hörpu 21. apríl á næsta ári.

Hann hefur selt yfir 60 milljónir platna, spilað í fimm heimsálfum – 69 löndum og 650 borgum en er nú frekar spenntur fyrir að koma til Íslands í fyrsta sinn á ferlinum og spila í Hörpu 21, apríl 2024.

Sérstakur gestur verður Helgi Björns en þá verður að öllum líkindum hægt að heyra vinsælasta jólalag Íslendinga frá upphafi – Ef ég nenni – sungið á ítölsku en Zucchero samdi einmitt þennan vinsæla slagara.

Zucchero hefur unnið með mörgu frægu tónlistarfólki í gegn um tíðina og má þar m.a. nefna Sting, Queen, Eric Clapton, Jeff Beck, Stevie Ray Vaughan, Miles Davis, Ray Charles, B.B. King, Bono, Peter Gabriel, Dolores O´Riordan, Luciano Pavarotti og Andrea Bocelli. Lagið Sensa Una Donna sem hann söng með Paul Young varð gríðarlega vinsælt um heim allan á sínum tíma.

Og nú bætist Helgi Björns í þennan föngulega hóp.

Zucchero er um þessar mundir í tónleikaferð um heiminn (World Wild Tour) þar sem hann spilar í Nýja Sjálandi, Ástralíu, Rúmeníu, Króatíu, Svartfjallaland, Búlgaríu, Sviss, Þýskalandi, Póllandi, Hollandi, Austurríki, Liechtenstein og Ítalíu þar sem hann spilar m.a. átta kvöld í Terme Di Caracalla og tvö kvöld í Reggio Emilia.


Viðburðahaldari

Tónleikur

Miðaverð er sem hér segir:

A

11.990 kr.

C

10.990 kr.

D

8.990 kr.

X

13.990 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.