popp, tónleikar, jazz og blús

Zucchero - Overdose D´Amore tour 2024
Verð
8.990 - 13.990 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 21. apríl - 20:00
Salur
Eldborg
ZUCCHERO - OVERDOSE D'AMORE TOUR 2024
Sérstakur gestur: Helgi Björns
Einn þekktasti rokk/blues tónlistarmaður Ítalíu – Zucchero – heldur tónleika í Eldborg- Hörpu 21. apríl á næsta ári.
Hann hefur selt yfir 60 milljónir platna, spilað í fimm heimsálfum – 69 löndum og 650 borgum en er nú frekar spenntur fyrir að koma til Íslands í fyrsta sinn á ferlinum og spila í Hörpu 21, apríl 2024.
Sérstakur gestur verður Helgi Björns en þá verður að öllum líkindum hægt að heyra vinsælasta jólalag Íslendinga frá upphafi – Ef ég nenni – sungið á ítölsku en Zucchero samdi einmitt þennan vinsæla slagara.
Zucchero hefur unnið með mörgu frægu tónlistarfólki í gegn um tíðina og má þar m.a. nefna Sting, Queen, Eric Clapton, Jeff Beck, Stevie Ray Vaughan, Miles Davis, Ray Charles, B.B. King, Bono, Peter Gabriel, Dolores O´Riordan, Luciano Pavarotti og Andrea Bocelli. Lagið Sensa Una Donna sem hann söng með Paul Young varð gríðarlega vinsælt um heim allan á sínum tíma.
Og nú bætist Helgi Björns í þennan föngulega hóp.
Zucchero er um þessar mundir í tónleikaferð um heiminn (World Wild Tour) þar sem hann spilar í Nýja Sjálandi, Ástralíu, Rúmeníu, Króatíu, Svartfjallaland, Búlgaríu, Sviss, Þýskalandi, Póllandi, Hollandi, Austurríki, Liechtenstein og Ítalíu þar sem hann spilar m.a. átta kvöld í Terme Di Caracalla og tvö kvöld í Reggio Emilia.
Viðburðahaldari
Tónleikur
Miðaverð er sem hér segir:
A
11.990 kr.
C
10.990 kr.
D
8.990 kr.
X
13.990 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu