jazz, klassík, raftónlist

X.U.L og Bistro Boy

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.990 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 17. apríl - 20:00

Salur

Kaldalón

X.U.L og Bistro Boy

tengsl er samstarfsverkefni Bistro Boy (Frosta Jónssonar) og X.U.L (Gasper Selko). Leiðir þeirra lágu fyrst saman um mitt ár 2021 og fljótlega hófu þeir að breiðskífu sem fékk heitið tengsl og kom út í nóvember 2022 og fékk prýðilegar viðtökur og dóma. Á tengsl mætast ólíkir heimar tónlistar, raftónlist, klassísk tónlist og jazz og á þessum tónleikum munu þeir X.U.L og Bistro Boy færa efnið í lifandi búning og flytja í bland við nýtt og eldra efni.  

Bistro Boy er listamannsnafn Frosta Jónssonar. Raftónlist hans hefur verið af ýmsum toga í gegnum tíðina en hann hefur gefið út 8 breiðskífur, 5 EP plötur auk fjölda smáskífa og endurhljóðblandana fyrir aðra listamenn. Frosti hefur sinnt tónlist að einhverju marki svo gott sem alla sína ævi og er píanóleikari að upplagi. Tónlist Frosta hefur verið lýst sem melódískri raftónlist með sterkar rætur í sveimi þar sem lög opnast og umhverfast, þar sem skiptist á rólegheit og reisn undir lúmskum fallegum melódíum og melankólískri undiröldu.  

Gašper Selko er hljóðfæraleikari og tónskáld, hóf tónlistarferil sinn í tónlistarskólanum í Kamnik, Slóveníu og síðar í við tónlistarháskólann í Ljubljana undir handleiðslu prófessors Tibor Kerekeš. Tónlist Gašper Selko er undir miklum áhrifum af klassískri tónlist, samtímatónlist, djassi og raftónlist. Hann hefur unnið með fjölda tónlistarfólks og að fjölbreyttum verkefnum og er meðlimur í nokkrum hljómsveitum og er meðlimur í Domžale – Kamnik sinfóníuhljómsveitinni. Með óbilandi ástríðu sinni hefur Gašper Selko fest sig í sessi sem kraftmikið og nýstárlegt afl í tónlistarbransanum, stöðugt leitandi og tilbúin að feta ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni. 

“Vel heppnuð samsuða hins lífræna og vélræna”. Arnar Eggert Thoroddsen

Bistro Boy - https://www.bistroboy.net/

Gasper Selko - https://gasperselko.com/


Viðburðahaldari

URD MUSIK

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.990 kr.