Klassík, Sígild og samtímatónlist, Sinfóníuhljómsveit, Tónlist
Verð
2.990 - 10.100 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 9. október - 19:30
Salur
Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri: Dima Slobodeniouk
Einleikari: Martin Helmchen
Efnisskrá
Claude Debussy Forleikur að Síðdegi skógarpúkans
Béla Bartók Píanókonsert nr. 3
Witold Lutoslawski Sinfónía nr. 4
Maurice Ravel La valse
Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands leiða tveir framúrskarandi listamenn áheyrendur í gegnum í efnisskrá þar sem tónlist fjögurra frumkvöðla 20. aldarinnar verður leikin. Á fyrri hluta tónleikanna er teflt saman seiðandi og litfögrum tónum Debussys gegn þjóðlegri og hrynsterkari tónlist Béla Bartóks. Eftir hlé tekur við djarfur en fágaður stíll Lutoslawskis í síðustu sinfóníu hans og tónleikunum lýkur svo á hinni ljóðrænu en ástríðufullu túlkun Ravels á Vínarvalsinum.
Þýski píanóleikarinn Martin Helmchen er einn eftirsóttasti píanó leikari samtímans. Næm túlkun og blæbrigðarík tónmyndun ásamt óaðfinnanlegri tækni hefur fleytt honum á svið með helstu sinfóníuhljómsveitum heims og verður spennandi að heyra hann spreyta sig á einleikshlutverkinu í 3. píanókonserti Bartóks. Finnski hljómsveitarstjórinn Dima Slobodeniouk heldur á tónsprotanum á þessum tónleikum en hann á það sameiginlegt með einleikaranum að stíga reglulega á svið með þekktustu hljómsveitum heims líkt og Sinfóníuhljómsveitum Lundúna og Boston og Fílharmóníusveitum Berlínar og New York.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir
A
8.700 kr.
B
6.700 kr.
C
4.900 kr.
D
2.990 kr.
X
10.100 kr.
Dagskrá
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.
Næstu viðburðir í Eldborg