Klassík, Sígild og samtímatónlist, Sinfóníuhljómsveit, Tónlist
Verð
2.990 - 10.100 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 19. febrúar - 19:30
Salur
Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri: Jukka-Pekka Saraste
Einleikari: Francesco Piemontesi
Efnisskrá:
Sergei Rakhmanínov Píanókonsert nr. 3
Anton Bruckner Sinfónía nr. 6
Hinn þekkti stjórnandi Jukka-Pekka Saraste stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á þessum tónleikum með verkum eftir Rakhmanínov og Bruckner.Píanókonsert nr. 3 í d-moll eftir Rakhmanínov er einn þekktasti píanókonsert sögunnar og eftirlæti tónlistarunnenda um heim allan. Hann er talinn einn mest krefjandi konsert sem píanóleikari getur tekist á við, jafnt tæknilega sem tilfinningalega. Konsertinn er hlaðinn hrífandi ljóðrænni tjáningu, stórbrotnum hápunktum og nær ókleifum áskorunum í leiktækni. Svissnesk-ítalski píanóleikarinn Francesco Piemontesi er orðinn vel þekktur á tónleikasviðinu víða um heim og hefur unnið með mörgum helstu hljómsveitum og stjórnendum samtímans. Einn þeirra er stjórnandi þessara tónleika, Jukka-Pekka Saraste, aðalstjórnandi hinnar virtu Fílharmóníusveitar í Helsinki. Saraste hefur stjórnað helstu hljómsveitum hins vestræna heims og túlkun hans á hljómsveitarverkum síðrómantíkurinnar hefur hvarvetna vakið athygli. Sjötta sinfónía Bruckners þykir einstök í höfundarverki Bruckners fyrir tilfinningaríka úrvinnslu stefja, fjölbreytta hljómræna framvindu og flókna hrynjandi.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir
A
8.700 kr.
B
6.700 kr.
C
4.900 kr.
D
2.990 kr.
X
10.100 kr.
Dagskrá
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.
Næstu viðburðir í Eldborg