tónlist, upprásin

Upprásin - Trailer todd, Iðunn Einars og BKPM
Verð
2.000 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 28. nóvember - 20:00
Salur
Kaldalón
Trailer Todd
Trailer Todd er stærðfræðirokkhljómsveit sem samanstendur af fjórum vinum sem elska að spila saman og hafa gaman. Hljómsveitin er þekkt fyrir háværa og kraftmikla sviðsframkomu og hún hefur eitthvað fyrir nánast alla. Fyrir aðdáendur Slint, Polvo og Bítlanna.
Trailer Todd eru:
Dagmar Ýr Eyþórsdóttir
Hlynur Sævarsson
Kormákur Logi Laufeyjarson Bergsson
Stirnir Kjartansson
Iðunn Einars
Iðunn Einars semur tónlist sem blandar saman eiginleikum klassískrar tónlistar og popptónlistar. Hún hefur mótað sínar eigin leiðir sem flytjandi og tónhöfundur með því að nýta margra ára tónlistarmenntun í þeim tilgangi að skapa eitthvað nýtt og framandi. Sumarið 2022 gaf hún út sína fyrstu plötu, Allt er blátt, sem inniheldur sex lög með flóknum hljóðfæraútsetningum og spennandi hljóðheim. Á tónleikum mun Iðunn flytja lög af plötu sinni ásamt nýju efni í útsetningum fyrir strengi.
BKPM
BKPM var stofnuð fyrir verkefni í Hljóðtækni námi haustið 2022. Þau tóku svo þátt í Músíktilraunum næsta árið og komust áfram í úrslitum. Tónlistin er undir áhrifum frá nýlegu og gömlu post punk (Talking Heads, Gang of Four, Squid, The Fall) og krautrokki (Can, Neu, Faust).
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir:
A
2.000 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu