tónlist, upprásin

Upprásin - the post performance, Emma og Krassoff
Verð
2.000 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 23. janúar - 20:00
Salur
Kaldalón
The Post Performance Blues Band
Söngur og annað:
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Hrefna Lind Lárusdóttir
Saga Kjerúlf Sigurðardóttir
The Post Performance Blues Band (The PPBB) varð til í Reykjavík haustið 2016. Sveitin leikur blúsaða elektróníska pönktónlist á töframörkum óreiðu og vissu. Með tónlist sinni, textum og flutningi hefur sveitin sérhæft sig í að mæta spennufalli, vonbrigðum, niðurtúr og stjórnleysi með þeirra eigin stjórnlausa kvenleika og kraftinum sem felst í fallinu. Fágun og hráleiki er?kokteillinn. The PPBB horfir í augu viðstaddra og býður þeim inn í ruglaða og brothætta glamúrmaskínu.
Emma
Emma flytur Folk tónlist yfir rafrænan og víðtækan hljóðheim. Reynt er að ná utan um flóknar tilfinningar með ljóðrænum náttúrutengdum textum og tilfinningaríkum söng. Tónlistin flýtur frá logni til storms þar sem mismunandi tilfinningum er gefið rými. Hljómsveitin var stofnuð með þann vilja að skapa frumlega tónlist með hæfileikaríku fólki. Mikil áhersla er lögð á skapandi flæði og sameiginlega listræna vinnu.
Krassoff
Krassoff, eða Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, spilar frumsamin lög sem hún spilar og syngur inn á, pródúserar, kóreógrafar og flytur sjálf.
Það mætti lýsa tónlist hennar sem tilraunakenndu rafpoppi með áberandi takti og textum, oft í þyngri/dekkri kantinum, en þó ekki einungis. Hún er textadrifin og semur alls konar tónlist og hljóðheima eftir tilfinningum og heildarhugmyndum, þar sem innblástur er mikið til kominn úr t.d. kvikmyndatónlist, R&B, Alt/indie rokki, poppi, raftónlist og ambient töktum. Heildarhugmyndir (e. concept) laganna eru meira og minna í forgangi eða stýra hvert tónlistinni er leyft að fara með hlustendur. Sagan í hverju lagi myndar stærri heild þegar lögin eru spiluð saman.?
Krassoff steig fyrst á svið í Músíktilraunum 2023 og var þar í úrslitum, en síðan þá hefur atriðið þróast og orðið stærra. Nýverið hafa dansarar bæst við og verða einnig hluti af flutningnum í Upprásinni. Krassoff hefur fengið ummæli sem m.a. lýsa því að hlustendur finna fyrir eða sjá fyrir sér dansinn í tónlistinni og að tónlistin taki fólk í ferðalag bæði myndrænt og tilfinningalegt. Krassoff er óhrædd við að taka áhættur og fara í flæði, og nýtir sér fjölhæfni sína og blöndun listforma óspart.?
Dansarar eru: Assa Davíðsdóttir, Diljá Þorbjargardóttir, Emma Eyþórsdóttir og Freyja Vignisdóttir.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir:
A
2.000 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu