tónlist, upprásin

Upprásin - The Boob Sweat Gang, Lúpína og Xiupill

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 31. október - 20:00

Salur

Kaldalón

The Boob Sweat Gang
The Boob Sweat Gang er pönk hljómsveit skipuð 6 sviðslistakonum sem koma fram í karakter. Við gerum tónlist sem öskrar okkar sannleika og við mætum með stæla og læti hvert sem við förum. Tónleikarnir okkar eru litríkir og sjónrænir með dassi af dansatriðum inná milli. Áhorfendur meiga eiga von á að hlægja, dansa og finna fyrir valdeflingu þegar þeir horfa á okkur spila. Okkar markmið er að valdefla og búa til pláss fyrir öll sem á því þurfa að halda. Við tökum okkar pláss og gefum skít í feðraveldið svo að þú getir gert það sama!

Boob Sweat Gang eru:  
Anna Guðrún Tómasdóttir
Bjartey Elín Hauksdóttir
Eyrún Andrésdóttir
Júlía Kolbrún Sigurðardóttir
Urður Bergsdóttir
Marta Ákadóttir

lúpína
lúpína er sviðsnafn 21 árs tónlistarkonunnar Nínu Solveigar Andersen sem skrifar, framleiðir og syngur íslenska popptónlist. Mikið af tónlistinni framleiðir hún í samvinnu við vini sína frá tónlistarskólanum LIMPI í Noregi, en flytur þau með vinum sínum úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Tónlist lúpínu er tilfinningarík, tilraunakennd og fjölbreytt og mun hún flytja mestmegnis frumsamin lög í mismunandi hljóðbúningum, með hjálp rafheila, hljóðgervils og kórs.

Xiupill
Xiupill er óforskammað og orkudrifið tríó sem færir heiminum þeirra eigin snúning á popp og danstónlist. Nýstarlegur hljómur þeirra gefur þeim fullkomið frelsi til að tjá sig í lifandi flutningi þannig að hvert einasta svið breytist í stóran leikvang.  


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.