tónlist, upprásin

Upprásin - Sucks to be you, Nigel, Torfi og The Post Performance Blues Band

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 16. apríl - 20:00

Salur

Kaldalón

Tónlistarhúsið Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.

Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka fjölbreytni viðburðarhalds í Hörpu. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta reglulega við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Á áttundu tónleikum Upprásarinnar koma fram Sucks to be you, Nigel og Torfi og Sjálfshatur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í Kaldalóni. Miðaverð er aðeins 2000 kr. en í miðasöluferlinu gefst fólki kostur á að styrkja hljómsveitirnar með auka framlagi.

Sucks to be you, Nigel
Sucks to be you, Nigel er pönksprottin hávaðarokks (noise rock) hljómsveit sem hljómar eins og steypuveggur að breytast í sand á þúsund árum, málning að flagna af pödduétnum við eða ný ljósapera að springa útaf of miklu rafmagni. Tónlistin fer frá því að vera létt stuðpönk með stemmningu í fararbroddi og yfir í að gjörsamlega æra hlustendur með öskrum söngkonu sem og gítara hljómsveitarinnar í sannkallaðri hávaðasúpu.
Sucks to be you, Nigel eru:
Ernir Ómarsson
Krummi Uggason
Vigfús Þór Eiríksson
Silja Rún Högnadóttir

TORFI
TORFI er reykvískur tónlistarmaður og nútímadansari sem lenti í öðru sæti í Músíktilraunum 2023. Þar vakti hann mikla athygli fyrir einstakan samruna raftónlistar, nútímadans og djarfa texta en Torfi skapar samheldna hljóðræna og sjónræna upplifun með sviðsframkomu sinni. Innblásinn af næturlífi hinsegin fólks; ballroom menningu, evrópskri danstónlist, diskó og house tónlist, veltur hann sér upp úr síbreytilegri hlutverkaskipan hinsegin fólks og hinseginleika og fjarlægir sig þannig frá þeim heteronormatívu narratívum sem hafa löngum verið ráðandi í íslenskri popptónlist.

The Post Performance Blues Band
The Post Performance Blues Band (The PPBB) varð til í Reykjavík haustið 2016. Sveitin leikur blúsaða elektróníska pönktónlist á töframörkum óreiðu og vissu. Með tónlist sinni, textum og flutningi hefur sveitin sérhæft sig í að mæta spennufalli, vonbrigðum, niðurtúr og stjórnleysi með þeirra eigin stjórnlausa kvenleika og kraftinum sem felst í fallinu. Fágun og hráleiki er?kokteillinn. The PPBB horfir í augu viðstaddra og býður þeim inn í ruglaða og brothætta glamúrmaskínu.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.