tónlist, upprásin

Upprásin - Sucks to be you, Nigel, Torfi og Sjálfs­hatur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 16. apríl - 20:00

Salur

Kaldalón

Sucks to be you, Nigel
Sucks to be you, Nigel er pönksprottin hávaðarokks (noise rock) hljómsveit sem hljómar eins og steypuveggur að breytast í sand á þúsund árum, málning að flagna af pödduétnum við eða ný ljósapera að springa útaf of miklu rafmagni. Tónlistin fer frá því að vera létt stuðpönk með stemmningu í fararbroddi og yfir í að gjörsamlega æra hlustendur með öskrum söngkonu sem og gítara hljómsveitarinnar í sannkallaðri hávaðasúpu.
Sucks to be you, Nigel eru:
Ernir Ómarsson
Krummi Uggason
Vigfús Þór Eiríksson
Silja Rún Högnadóttir

TORFI
TORFI er reykvískur tónlistarmaður og nútímadansari sem lenti í öðru sæti í Músíktilraunum 2023. Þar vakti hann mikla athygli fyrir einstakan samruna raftónlistar, nútímadans og djarfa texta en Torfi skapar samheldna hljóðræna og sjónræna upplifun með sviðsframkomu sinni. Innblásinn af næturlífi hinsegin fólks; ballroom menningu, evrópskri danstónlist, diskó og house tónlist, veltur hann sér upp úr síbreytilegri hlutverkaskipan hinsegin fólks og hinseginleika og fjarlægir sig þannig frá þeim heteronormatívu narratívum sem hafa löngum verið ráðandi í íslenskri popptónlist.

Sjálfshatur
Sjálfshatur er hliðarsjálf tónlistarkvársins Kristjáns Fenris, þar sem Kristján tekst á við baráttu sína við þunglyndi. Tónlistinni má best lýsa sem grófum og hörðum hávaða, enda er hún framlenging og útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og hugsanir.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.