tónlist, upprásin

Upprásin - Spacestation, Svart­þoka og Asalaus

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 5. nóvember - 20:00

Salur

Kaldalón

Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.

Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Á þessum tónleikum koma fram Spacestation, Svartþoka og Asalaus

Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

  • Spacestation

Hljómsveitin Spacestation dregur innblástur sinn úr 60’s rokki og shoegaze og hafa það að markmiði að hreyfa við áheyrendum svo þau dansi og dilli sér. Spacestation hafa verið áberandi í íslenskri grasrót síðasta árið og hafa lögin “Í draumalandinu” og “Hvítt vín” fengið spilun og vakið athygli. Tónlistin fjallar um næturlífið, ást og önnur ávanabindandi efni.

  • Svartþoka

Svartþoka er rafmögnuð og tilraunaglöð svartmálmshljómsveit sem sækir innblástur í þjóðsögur og hryllingsmyndir. Hljómsveitin er þekkt í íslensku metal senunni fyrir örgrandi og tilfinningaríkan flutning, þar sem hlustendum er boðið inn í hljóðheim sem einkennist af gítardróni, trommuheila, öskrum, söng og þeremíni. Hljómsveitina skipa Día Andrésdóttir sem spilar á gítar og öskrar, Ólöf Rún Benediktsdóttir sem spilar á þeremín, hljóðgervla og syngur, og Unnur Björk Jóhannsdóttir sem öskrar.

  • Asalaus

Asalaus er sviðsnafn tónlistarkonunnar Ásu Önnu Ólafsdóttur. Hún hefur gefið út tvær breiðskífur og eina smáskífu, sem hver um sig sýnir einstaka sýn og framúrstefnulega nálgun hennar að tónlist. Asalaus blandar saman áhrifum úr ýmsum tónlistarstefnum, svo sem ambient, síðrokki og klassískri tónlist, til að búa til einstakan hljóðheim. Með notkun ýmissa hljóðfæra og hljóðgervla verður til flæðandi hljóðheimur sem heillar.





Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.