tónlist, upprásin

Upprásin - Mukka, Fókus og Mc Myasnoi
Verð
2.000 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 5. mars - 20:00
Salur
Kaldalón
Mukka
Hljómsveitina skipa þeir Kristjón Hjaltested og Guðmundur Óskar Sigurmundsson, ?Gunnar Steingrímsson og Þorleifur Sigurlásson. Tónlist Mukka er dáleiðandi. Stórir synthar með grúvuðum bassalínum sem dansa vel með lo-fi sömpluðum trommunum. Henni er hægt að lýsa sem Grúví Lyftutónlist eða Kraut Pop. Nokkurskonar tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir. Mukka gaf út sína þriðja plötu “Study Me Nr. 3” með Reykjavík Record Shop nú á dögunum, hægt er að nálgast hana þar á vinyl og á öllum helstu streymisveitum.?
Fókus
Við erum hljómsveitin Fókus frá Höfn í Hornafirði og Selfossi. Við erum fimm stelpur á aldrinum 16-18 ára. Við sigruðum Músíktilraunir 2023. Hljómsveitin var stofnuð í desember 2022 í þeim tilgangi að taka þátt í Músíktilraunum. Tónlistarsmekkur okkar spannar frekar vítt bil, allt frá 17. aldar barokki upp í nútímatónlist sem veldur því að oft koma skemmtilegar hugmyndir fram við lagaskrif og útsetningar. Okkur finnst til dæmis kúl að spila á hammondorgel og rafmagnsgítar saman. Tónlistin okkar er altrock/pop og ballöður. Hún er ekkert svo slæm.
Fókus eru:
Anna Lára Grétarsdóttir (hún)
Amylee da Silva Trindade (hún)
Alexandra Guðrúnardóttir (hún)
Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir (hún)
Pia Wrede (hún)
MC MYASNOI
MC MYASNOI er hljómsveit innan grasrótarhreyfingar í tónlistarsenunni í Reykjavík og meðlimur í Post-dreifing listasamfélaginu. ,,Við persónulega erum ekki MC Myasnoi, við veitum bara skilaboðum fyrirbærisins í gegnum okkur.“ Í þessu ljósi minnir MC Myasnoi helst á töfralækni eða spámann sem setinn er öndum og leiðir mannmergð í gegnum sameiginlega, hreinsandi upplifun segir í grein um MC MYASNOI sem birtist í Stúdentablaðinu 10. desember 2021. MC Myasnoi persónugerir ómennskan eiginleika sem finnst samt í okkur öllum, segja tónlistarkonurnar. Skilaboðin sem hljómsveitin vill koma á framfæri í gegnum tónlist sína er að öll geta skapað og búið til list. Undirbúið ykkur fyrir sálrænan dauða og endurfæðingu.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir:
A
2.000 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu