tónlist, upprásin

Upprásin - Flesh Machine, KRISTRÚN og Sævar Jóhannsson

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 10. september - 20:00

Salur

Kaldalón

Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.

Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Á þessum tónleikum koma fram Flesh Machine, KRISTRÚN og Sævar Jóhannsson
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

  • Flesh Machine

Flesh Machine eru að skapa sér völl innan reykvísku tónlistarsenunnar, en bandið er hugarfóstur stofnmeðlims sveitarinnar, Kormáks Jarls Gunnarssonar. Lögin eru samin um tíma hans i´ tónlistarnámi í Berli´n þar sem hann klja´ði við kvi´ða, þunglyndi og erfiðar tilfinningar. Eftir að hann sneri aftur til Íslands bættust fleiri meðlimir í hljómsveitina, þeir Baldur Hjörleifsson, Jón G. Breiðfjörð, Auðunn Orri Sigurvinsson og Lukas Zurawski, en þeir hafa komið fram víða á tónleikum á höfuðborgarsvæðinu og leggja nú lokahönd á tilvonandi breiðskífuna “The Fool”.

  • KRISTRÚN

KRISTRÚN lýsir tónlistinni sinni sem raftónlist fyrir óendurgoldna ást. Hún vinnur með flæðandi en brothættar laglínur yfir harðan, óþægilegan takt með skerandi synthum og finnst gaman að vinna með andstæður í hljóði og texta. Breiðskífan “Covet” kom út í janúar og fjallar um ástarsorg, afbrýðisemi og einmannaleika, en tónlistin er innblásin af Portishead, FKA twigs, Nine Inch Nails, GusGus og Eivor.

  • Sævar Jóhannsson

Sævar Jóhannsson er nýklassískt tónskáld og píanóleikari sem hefur samið tónlist fyrir leikhús og stuttmyndir. Sævar hefur gefið út tvær breiðskífur og er með þá þriðju í bígerð sem ber nafnið “Quiet Presence” og fjallar um heimili, hvað hugtakið “heimili” feli í sér - hvort það sé staðbundið, félagslegt eða minning. Breiðskífan kemur út árið 2025 og mun Sævar flytja lög af henni í bland við eldra efni á Upprásinni ásamt strengjasveit.









Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.