tónlist, upprásin

Upprásin - Dreng­urinn feng­ur­inn, Krow­nest og MSEA

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 10. október - 20:00

Salur

Kaldalón

Drengurinn fengurinn
Drengurinn fengurinn er einyrki frá Akureyri. Hann er mögulega afkastamesti tónlistarmaður Íslands en hann hefur gefið út sextán breiðskífur það sem af er 2023 auk annara minni verka.
Margir segja að hann sé ekki bara duglegur heldur líka frekar töff!

Krownest
Krownest er íslensk harðkjarna þungarokkshljómsveit sem hefur búið sér til nafn í þungarokksundirheimum Íslands með kröftugri blöndu af þungum riffum og öflugum melódíum. Krownest eru sigurvegarar Wacken Metal Battle á Íslandi árið 2023 og komu svo fram á Wacken Open Air í ágúst sama ár. Krownest hafa gefið út 2 EP plötur síðan stofnun hljómsveitarinnar árið 2019. 

MSEA
Tónlist MSEA mætti kalla eins konar martraðapopp. Hún beygir og sveigir stefnur og strauma - tekur til sín áhrif frá ýmiskonar nútímapoppi auk drungalegrar og tilraunakenndrar raftónlistar. 'Our Daily Apocalypse Walk', fjórða stúdíóplata MSEA (en sú fyrsta í fullri lengd) kemur út í september 2023.

Með MSEA spila Halla Kristjánsdóttir á bassa og syntha, Ægir Sindri Bjarnason á trommur og Silla Thorarensen syngur bakraddir og spilar á syntha.



Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.