tónlist, upprásin

Upprásin - Coun­tess Malaise, Einakróna, Múr

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 13. febrúar - 20:00

Salur

Kaldalón

Countess Malaise
Countess Malaise hefur verið hluti af íslenskri rappsenu og jaðarmenningu síðan 2016 þegar tónlistarferill hennar hófst. Öflug sviðsframkoma hefur komið Countess Malaise á svið á tónlistahátíðum og öðrum viðburðum víða um Evrópu og hér heima og er hún tíður gestur á sviðum hinsegin viðburða og listahátíða.
Countess hefur gefið út tvær plötur Hystería 2019 og Maldita 2021 sem hafa hlotið jákvæða dóma. Greifynjan tjáir sig um ást, kynlíf, geðheilsu og allt þar á milli. Hún er óhrædd að fara sínar eigin leiðir og er þekkt fyrir sína kraftmiklu sviðsframkomu… meira segja Björk er sammála.

Einakróna
Einakróna er upprunalega kassagítarssólóprodjekt Bjarkar en stígur nú á svið sem (alvöru) hljómsveit í (alvöru) heiminum ásamt Einari Karli á trommum, Óðali á hljómgervil og hljómaorgeli, Jóni Loga á kontrabassa og Siggu sem syngur bakraddir.

Múr
Múr er hljóðgervilsdrifinn heimsendahljóðheimur, þar sem dáleiðandi þungarokksdrunur þramma vægðarlaust undir innrænum, óræðum hugarheimi, þvert á stefnur og venjur.?Hljómsveitin spilaði sína fyrstu tónleika sumarið 2021, en á næstu mánuðum voru Múr áberandi í þungarokksenunni á Íslandi. Um vorið 2022 sigruðu þeir Wacken Metal Battle Iceland og enduðu í fjórða sæti í alþjóðlegum úrslitum hljómsveitakeppninnar á Wacken Open Air í Þýskalandi.

Múr hefur loks lagt lokahönd á fyrstu breiðskífu sína og verða því með haustinu fyrstu lög þeirra gefin út ásamt framsæknum tónlistarmyndböndum.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.