UFS tilvís­un­ar­tafla

Upplýsingagjöf árs- og sjálfbærniskýrslu byggir á UFS- leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0). Langbrók ráðgjöf ehf. Veitti álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf sem sett er fram í árs- og sjálfbærniskýrslu Hörpu ohf. Neðangreind tilvísunartafla er sett fram með vísun í UFS leiðbeiningar Nasdaq. Stjórnendur Hörpu eru ábyrg fyrir gagnasöfnun upplýsinga. UFS mælikvarðar skiptast í þrjá flokka, umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti.