tónleikar, sígild og samtímatónlist

Tríó Sól - Cantus Animalia
Verð
3.500 kr
Næsti viðburður
mánudagur 16. október - 20:00
Salur
Kaldalón
Cantus Animaliaeru tónleikar innblásnir af alls kyns hljóðum dýra og tjáningu þeirra, meðal annars söng frá fuglum, hvölum og múrsvölungum. Tríó Sól mun frumflytja tvö verk eftir tónskáldin Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Nick Martin. Á efnisskránni má einnig heyra verk eftir Bridge, Biber og Kodály.
Tríó Sól er strengjatríó sem samanstendur af fiðluleikurunum Emmu Garðarsdóttur og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og víóluleikaranum Þórhildi Magnúsdóttur. Þær hafa komið fram á fjölda tónleika, meðal annars á Þjóðlagahátíð á Siglufirði þar sem frumleg sviðsframkoma vakti athygli. Þær leitast eftir að víkka sjóndeildarhring kammermúsíkunnenda en flytja því oft óþekkt verk og nýsmíðar auk spuna og skapa þannig einstaka og skemmtilega tónleikaupplifun. Þær hafa allar stundað nám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn, en þær kynntust ungar í Suzuki-tónlistarnámi í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.
Efnisskrá
Heinrich I. F.v. Biber (1644-1704): Sónata representativa í A-dúr (úts. Emma Garðarsdóttir)
Nick Martin (1986): Aria - frumflutningur
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir (1990): O3 - frumflutningur
Zoltán Kodály (1882-1967): Serenaða op. 12, II. Lento ma non troppo
Frank Bridge (1879-1941): Tríó Rapsódía
Nemum og eldri borgurum býðst að kaupa aðgöngumiðann á kr. 2000 í miðasölu Hörpu.
Tónleikarnir eru styrktir af tónskáldasjóði RÚV og STEFs og Ýli - tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk.
Viðburðahaldari
Tríó Sól
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.500 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu