Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Eldborg er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra. Salurinn er afar glæsilegur og opnar nýja vídd fyrir tónlistarmenn og tónleikagesti á Íslandi.

Stórt svið og hljómsveitargryfja eru í salnum og hægt er að nýta svalir bak við sviðið og til hliðar. Aðstaða listamanna og búningsherbergi eru á sömu hæð í einstakega glæsilegu umhverfi með útsýni yfir höfnina, Esjuna og Skarðsheiði.

Fyrir framan salinn, í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi móttökur eða veislur tengdar Eldborg.

Allir viðburðir í Eldborg.

Skoðaðu salinn

Bóka viðburð í Hörpu

Ráðstefnudeild