tónlist, sígild og samtímatónlist

Tommy Emmanuel CGP
Verð
13.900 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 16. apríl - 20:00
Salur
Silfurberg
Ástralinn Tommy Emmanuel heldur sannkallaða gítarveislu með Birni Thoroddsen í Silfurbergi 16.apríl næstkomandi.
Tommy er einn af virtustu gítarleikurum samtímans og er álitinn einn besti órafmagaði spilari allra tíma. Hann hefur verið tilnefndur tvisvar til Grammy verðlauna sem og fjöldan allan af öðrum verðlaunum, t.d. ARPA, Ariu og National live music verðlauna. Hann hóf ferill sinn með þekktum tónlistarmönnum eins og hljómsveitunum Air Supply og Men at work en færði sig alfarið yfir í sólóferil um 1988 og fyrir það er hann þekktastur.
Björn Thoroddsen þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum enda er hann einn okkar fremsti gítarleikari. Hann á ótrúlegan tónlistarferill að baki, hefur spilað út um allan heim með heimsþekktum listamönnum og hlotið viðurkenningar hérlendis og erlendis.
Það er ekki oft sem gítarsnillingar eins og þessir koma saman og því er þetta sérstaklega ánægjulegt að geta boðið uppá þennan viðburð á Íslandi.
Viðburðahaldari
RR ehf
Miðaverð er sem hér segir:
A
13.900 kr.
Dagskrá
Silfurberg
Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.

Hápunktar í Hörpu