tónlist, rokk og popp

Tina Dickow & Helgi Jónsson

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.000 - 8.500 kr

Næsti viðburður

föstudagur 15. mars - 20:00

Salur

Eldborg

Það hafa ekki gefist mörg tækifæri til að sjá Tinu Dickow og Helga Hrafn Jónsson á tónleikum hér heima á þeim tólf árum sem liðin eru frá því að danska söngstjarnan flutti til Íslands.

“Við erum reglulega spurð að því hvenær við ætlum að spila á Íslandi og loksins getum við sagt frá því að við ætlum að stökkva í djúpu laugina og stíga tvö ein á svið í Eldborg Hörpu. Þannig getur fólk upplifað, í sinni tærustu mynd, hvað það er sem fær okkur til að músísera saman og þá töfra sem við sjálf upplifum þegar við gefum okkur tónlistinni á vald."

Tónleikarnir, sem segja má að séu einskonar ferðalag í gegnum þeirra persónulegu sögu saman og þau fjölmörgu lög sem þau hafa samið í sameiningu, eru lokahnykkur tónleikaferðar til fjögurra höfuðborga Evrópu: Amsterdam, Kaupmannahafnar, London og Reykjavíkur.

Missið ekki af einstöku tækifæri til að sjá þessa stórkostlegu listamenn saman, á Eldborgarsviði Hörpu!

Viðburðahaldari

Tina Dico

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.500 kr.

B

6.000 kr.

C

5.000 kr.

D

5.000 kr.

X

8.500 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.