Tónlist, Kammertónlist, Sígild og samtímatónlist

Tíma­móta­verk: Stra­vinsky og Raff. Blás­ara­okt­ettinn Hnúka­þeyr og félagar

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 22. janúar - 16:00

Salur

Norðurljós

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr fær góðan liðsauka á nýjárstónleikum og flytur tvö glæsileg tónverk fyrir blásara, Oktett eftir Stravinsky og Sinfóníettu eftir Joachim Raff. Blásaraoktettinn sem hefðinni samkvæmt er skipaður tveimur óbóum, tveimur klarinettum, tveimur hornum og tveimur fagottum, var stofnaður árið 2003 og fagnar því 20 ára starfsafmæli um þessar mundir.

Oktett Igor Stravinskys er talinn marka upphaf nýklassíks tímabils á tónsmíðaferli hans og er verkið andsvar við ofurrómantískum tilhneigingum þýskra tónskálda á þeim tíma. Notkun klassískra formgerða og kontrapunkts er greinileg og notar Stravinsky eingöngu blásturshljóðfæri til að undirstrika skýra formgerð þess. Hljóðfæraskipanin er þess utan óhefðbundin: ein flauta og klarínett, tvö fagott, tveir trompetar í C og A, tenórbásúna og bassabásúna. Stravinsky lauk við verkið árið 1923 og stjórnaði frumflutningi þess í París sama ár. Stjórnandi verksins á tónleikunum er Ármann Helgason.

Joachim Raff var þýsk-svissneskur ríkisborgari, fæddur árið 1822. Hann naut mikilla vinsælda sem tónskáld í lifanda lífi en verk hans eru að mestu leyti gleymd í dag. Raff samdi Sinfóníettu op. 188 árið 1873 þegar hann var á hápunkti ferils síns. Verkið er litríkt, sinfónískt verk í fjórum köflum, samið fyrir tvær flautur, tvö óbó, tvær klarínettur, tvö horn og tvö fagott. Það á fastar rætur í klassískinni en endurspeglar jafnframt sinn rómantíska samtíma.

Flytjendur:
Berglind Stefánsdóttir og Magnea Árnadóttir á þverflautur, Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Helga Björg Arnardóttir á klarinettur, Emil Friðfinnsson og Anna Sigurbjörnsdóttir á horn, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Dagbjört Ingólfsdóttir á fagott, Øyvind Lapin Larsen og Jóhann Ingvi Stefánsson á trompet, Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir og Heimir Ingi Guðmundsson á básúnur.

Skólafólk, aldraðir og öryrkjar fá miðann á kr. 2500 í miðasölu Hörpu.
Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.

Viðburðahaldari

hnúkaþeyr

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.