Tónlist, Kammertónlist, Klassík

Þá mun ég gleðjast og gráta

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.000 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 11. ágúst - 20:00

Salur

Kaldalón

Þá mun ég gleðjast og gráta er lifandi viðburður þar sem tengsl raddarinnar, píanósins og klarínettunnar eru könnuð út frá sönglögum úr ljóðaflokkum og fleiri verkum eftir Robert Schumann og Franz Schubert. Sönglögin eru alla jafna samtal píanós og raddar, en klarínettan, sem er oft sögð það hljóðfæri sem líkist mannsröddinni hvað mest, mun taka þátt í samtalinu og brúa bilið á milli hljóðfæris og söngs sem blanda af hvoru tveggja.

Efnisskrá:

Valdir dúettar úr Spanisches Liederspiel op. 71 (1849) Schumann

Fantasiestücke Op. 73 fyrir klarinett og píanó (1849) Schumann

Valin ljóð úr Frauenliebe und Leben op. 42 (1840) Schumann

Der Hirt auf dem Felsen D. 965 (1828) Schubert

Flytjendur:

Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran

Jara Hilmarsdóttir, mezzósópran

Romain Þór Denuit, píanó

Símon Karl Sigurðarson Melsteð, klarínetta

Harpa Ósk Björnsdóttir og Jara Hilmarsdóttir stunda báðar nám í klassískum söng til Bachelor gráðu í Þýskalandi, Harpa í Hochschule für Musik und Theater “Felix Mendelssohn” Leipzig en Jara við Hochschule für Musik und Tanz Köln. Símon Karl Sigurðarson Melsteð stundar nám við Listaháskóla Íslands en hefur frá haustönn 2020 verið í skiptinámi í Robert Schumann Hochschule í Düsseldorf, Þýskalandi. Romain Þór Denuit lauk bakkalárgráðu í píanóleik við Listaháskóla Íslands vorið 2020.

Harpa var valin einn sigurvegara í keppninni Ungir einleikarar árið 2019 og kom fram með Sinfoníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Sama ár hlaut hún titilinn Rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini, en sigraði jafnframt háskólaflokkinn og áhorfendaverðlaun í sömu keppni. Árið 2019 kom hún fram sem einsöngvari á tónleikum á tónlistarhátíðinni Festival de Puycelsi 2019 í Suður-Frakklandi. Harpa þreytti frumraun sína með Íslensku Óperunni í hlutverki Barbarinu í óperunni Brúðkaup Fígarós og eru næstu verkefni Töfraflautan og Meistarasöngvararnir frá Nürnberg með Oper Leipzig, og Töfraflautan með Sinfóníuhljómsveit Íslands í febrúar 2022.

Jara hefur tekið þátt í fjölda nemendaóperuuppfærsla, þar á meðal söng hún titilhlutverkið í L'enfant et les sortilèges eftir Ravel og Dritte Dame í Töfraflautunni. Hún hefur komið fram sem einsöngvari á mörgum tónleikum við margs konar tilefni, til dæmis á Ungum einsöngvurum í Langholtskirkju, á tónleikum í Nuuk, Grænlandi, á Skotthúfunni í Stykkishólmi og á minningarathöfn um Jón Sveinsson í Þýskalandi. Hún tók einnig þátt í masterclass hjá Kristni Sigmundssyni og tónleikum á Sönghátíð í Hafnarborg sumarið 2020.

Símon hefur spilað á klarínettu með Elju kammersveit, Caput, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins ásamt því að sitja í stjórn hennar. Hann tók meðal annars þátt í masterclass hjá Luigi Magistrelli í LHÍ árið 2017 og hjá Ralph Manno í Brühl, Þýskalandi sumarið 2019.

Romain lauk bakkalárnámi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2020. Árið 2018 var hann valinn einn sigurvegara í keppninni Ungir einleikarar og flutti þá píanókonsert nr. 3 eftir Sergei Prokofieff með Sinfoníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Árið 2019 samdi hann tónlist við verk Gabríelu Friðriksdóttur, myndlistarkonu.

Þessir tónleikar eru styrktir af Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns.

Almennt miðaverð er 3.000 kr. og afsláttarverð fyrir nema er 2.000 kr.. Hægt er að hafa samband við miðasölu í síma 528-5000 eða senda tölvupóst á midasala@harpa.is til að bóka miða með nemaafslætti. 


Miðaverðin eru sem hér segir:

A

3.000 kr.

Kaldalón

Salur sem hentar fyrir tónleika, ráðstefnur og fyrirlestra.