Tónlist, Sinfóníutónleikar

Strauss og Shosta­kovitsj - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 7.500 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 6. október - 20:00

Salur

Eldborg

Efnisskrá
Richard Strauss - Hornkonsert nr.1 
Dmítríj Shostakovitsj - Píanókonsert nr. 2
Richard Strauss - Don Juan

Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen

Einleikari
Stefán Jón Bernharðsson

Einleikari
Ásta Dóra Finnsdóttir

Kynnir
Halla Oddný Magnúsdóttir

Stefán Jón Bernharðsson er einn fremsti hljóðfæraleikari Íslands. Ásamt því að leiða horndeild Sinfóníuhljómsveitarinnar leikur hann reglulega með sveitum á borð við Mahler- kammersveitina og Fílharmóníusveit Stokkhólms. Hér leikur hann fyrri hornkonsert Richards Strauss, sem hann samdi aðeins átján ára gamall og færði föður sínum í afmælisgjöf, en Franz Strauss var afburða hornleikari og starfaði við óperuhljómsveitina í München.

Ásta Dóra Finnsdóttir er aðeins fjórtán ára gömul en hefur um árabil verið í hópi efnilegustu píanóleikara Íslands. Hún komst í heimsfréttirnar níu ára þegar myndband þar sem hún lék Mozart á almenningspíanó í Lundúnum komst á flug í netheimum og milljónir manna horfðu á það um allan heim. Hljóðritun hennar á Corelli- tilbrigðum Rakhmanínovs, sem flutt var á Rás 1 Ríkisútvarpsins á nýársdag, vakti verðskuldaða athygli. Nú þreytir Ásta Dóra frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands og flytur hinn bráðskemmtilega píanókonsert nr. 2 eftir Shostakovitsj, sem er fullur af æskufjöri enda samdi tónskáldið verkið fyrir ungan son sinn.

Tónleikunum lýkur með öðru meistaraverki eftir Strauss, tónaljóðinu Don Juan sem byggt er á sögninni frægu um kvennabósann sem svífst einskis þegar lífsins nautnir eru annars vegar. Tónsmíðin er ein sú glæsilegasta sem Strauss lét frá sér fara. Töfrandi hljómsveitarútsetning og eftirminnileg stef eru meðal þess sem hefur gert Don Juan að eftirlætisverki tónleikagesta í meira en 130 ár.

Tónleikunum er einnig sjónvarpað beint á RÚV og eru þeir um klukkustundarlangir án hlés.


Miðaverð er sem hér segir:

A

6.200 kr.

B

4.900 kr.

C

3.500 kr.

D

2.900 kr.

X

7.500 kr.