tónlist, jazz, aðventa

Sölvi/Hilmar/Magnús - Múlinn Jazzklúbbur
Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 19. apríl - 20:00
Salur
Björtuloft
Sölvi Kolbeinsson, saxófónn
Hilmar Jensson, gítar
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson og slagverksleikarinn Magnús Trygvason Elíassen hafa spilað saman sem dúó síðan árið 2015. Þeir hafa gefið út eina plötu (Sölvi Kolbeinsson, Magnús Trygvason Elíassen) haldið fjölda tónleika á Íslandi og víðar. Þeir komu fyrst fram sem tríó með gítarleikaranum Hilmari Jenssyni á Djasshátíð Reykjavíkur 2020. Tónleikarnir vöktu mikla lukku og tríóið hefur síðan haldið tvenna tónleika í Mengi. Fram að þessu hafa bæði tríóið og dúóið einbeitt sér að djass-standördum en á þessum tónleikum mun tríóið hins vegar flytja nýtt frumsamið efni. Þeir stefna á að fara með efnið í hljóðver seinna á árinu.
Viðburðahaldari
Múlinn Jazzklúbbur
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.

Hápunktar í Hörpu