Ekkert fannst
Skoðunarferðir Hörpu eru ógleymanlegar. Í boði eru þrjár mismunandi ferðir.
Skoðunarferðir um Hörpu eru ógleymanlegar. Leiðsögumaður Hörpu sýnir þér inn í salina, segir þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er.
Boðið er upp á skoðunarferðir um Hörpu sem enda á stuttum einkatónleikum. Leiðsögumenn Hörpu segja þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er. Ferðin endar svo á einkatónleikum.
Leiðsögumaðurinn, Elsa Waage, er óperusöngkona með mikla reynslu. Hún mun syngja vel valdar íslenskar perlur í einum eða fleirum af okkar frábæru tónleikasölum og gefa gestinum þannig eigin upplifun af hljómburðinum, sem er á heimsmælikvarða.