börn og fjölskyldan

Skoð­un­ar­ferð með Maxímús

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 11. febrúar - 10:30

Salur

Harpa

Steinunn Arinbjarnar býður upp á skoðunarferð fyrir yngstu gesti Hörpu í fylgd fullorðinna í leit að Maxímús Músíkús. Við förum um ýmsa sali, króka og kima Hörpu og veltum fyrir okkur hvort þeir séu ákjósanlegir staðir fyrir litla mús að búa á – Maxímús Músíkús er svo sannarlega langminnsti íbúi sem skráður er til heimilis í Hörpu.

Skoðunarferðin endar við Hljóðhimna, upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þeirra, staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna. Þar á Maximús sér stað, ásamt öðrum íbúum Hörpu. Kannski hittir hann krakkana þar?

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður í hverja skoðunarferð, fullorðinn þarf að fylgja hverju barni en þó ekki fleiri en tveir.

Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða hér. Opnað er fyrir bókanir fimm dögum fyrir auglýsta skoðunarferð.    

Næstu skoðunarferðir:
4. mars - Skoðunarferð og sögustund með Maxímús
20. maí - Skoðunarferð og sögustund með Maxímús (með táknmálstúlkun)Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 11. febrúar - 10:30

laugardagur 11. febrúar - 11:30