Ekkert fannst
Veisluþjónusta Hörpu býður upp á veitingar fyrir nær alla viðburði; fundi, ráðstefnur, árshátíðir, brúðkaup, afmæli, erfidrykkjur og svo lengi mætti telja.
Meginstefið hjá veisluþjónustu Hörpu er ný íslensk matargerðarlist þar sem hefðbundnir íslenskir réttir eru bornir fram á nýstárlegan hátt. Matseðlar okkar eru árstíðabundnir og eldað úr ferskasta hráefni sem hver árstími býður upp á. Fjölbreytt úrval af léttvíni, sterku víni og bjór má finna á barnum þar sem barþjónar okkar töfra fram drykki eftir óskum.
Veisluþjónusta Hörpu hefur á að skipa stórum hóp starfsfólks með mikla reynslu af veisluhaldi. Hópurinn, sem telur um fimmtíu manns, leggur sig fram við að veita framúrskarandi og um leið persónulega þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni og fallega framsetningu.
Hafðu samband við veisluþjónustu Hörpu og við sérsníðum lausn eftir þínum þörfum.
Árshátíð
Jólahlaðborð
Veisluþjónusta Hörpu sér um allar veitingar í húsinu, ekki er heimilt að koma með utanaðkomandi veitingar.
Almennur opnunartími er til 24:00 en hægt er að óska eftir því að vera með salinn til 02:00 gegn því að greitt sé fyrir auka öryggisgæslu.
Dúkar, glös, diskar, þjónustufólk og flest allt sem þarf í veisluhöld.
Sýningartjald, skjávarpi, hljóðnemi og innbyggt hljóðkerfi.