Ekkert fannst
Í Hörpu er úrvals aðstaða fyrir tónlistarflutning og öll umgjörð fyrir hina ýmsu tónlistarviðburði eins og best verður á kosið. Fjölbreytni er í fyrirrúmi í húsinu og þar eiga allar tónlistarstefnur sér heimili og athvarf.
Harpa er tónlistarhús allra landsmanna. Áhersla er lögð á faglegan metnað og fjölbreytni þannig að tónlistin í húsinu sé lifandi þverskurður af íslensku tónlistarlífi. Húsið er jafnframt vettvangur íslenskra tónlistarmanna og tónsköpunar þeirra, auk framúrskarandi erlendra tónlistarmanna og hljómsveita. Í húsinu er hágæða hljómburður sem hentar vel fyrir alla tónlist. Salir hússins eru í ýmsum stærðum og öll aðstaða mjög vönduð.
Fjölmargir tónleikar hafa verið haldnir í Hörpu frá opnun hússins í maí 2011. Meðal þeirra alþjóðlegu listamanna sem komið hafa fram í Hörpu eru Jamie Cullum, Burt Bacharach, Bryan Ferry, Chris Cornell, Tony Bennett, Bryan Adams, Patti Smith, Dionne Warwick, Chick Corea, Elvis Costello og James Taylor. Tónlistarundur á við Wynton Marsalis, þýska tenórinn Jonas Kaufmann, píanistann Mariu Joao Pires, fiðluleikarann og stjórnandann Maxim Vengerov, stjórnandann Gustavo Dudamel og píanistann Daniil Trifonov hafa fengið Eldborgarsalinn til að víbra. Heimsins fremstu hljómsveitir á við Gautaborgarsinfóníuna, Berliner Philharmoniker, Toronto Symphony Orchestra, London Philharmonic Orchestra og Philharmonia Orchestra hafa ómað í Hörpu. Á Listahátíð Reykjavíkur 2016 dansaði hinn heimsfrægi San Francisco Ballett undir stjórn Helga Tómassonar fimm sýningar í Hörpu og hlaut mikið lof fyrir. Harpa býður dansflokkinn St. Petersburg Festival Ballet árlega heim, Shakespeare’s Globe Theatre á ferðalagi átti viðkomu í Eldborg og STOMP hefur heimsótt Hörpu við góðar undirtektir. Eins hafa frægir uppistandarar látið salinn hristast af hlátri t.d. Gabriel Iglasias, Jeff Dunham, Jimmy Carr og Eddie Izzard.
Fjölmargar tónlistarhátíðir eru reglulega haldnar í húsinu, þar á meðal Iceland Airwaves, Reykjavík Midsummer Music, Myrkir músíkdagar, Listahátíð í Reykjavík, Jazzhátíð Reykjavíkur, Harpa International Music Academy, Sónar Reykjavík og Tectonics. Meðal þekktra íslenskra tónlistarmanna sem hafa komið fram í Hörpu eru meðal annars Björk, Stuðmenn, Nýdönsk, Mugison, Emilíana Torrini, Of Monsters and Men, Múm og Bubbi, en svo mætti lengi telja.
Fastir íbúar hússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur sjá til þess að tónlistarhúsið beri nafnið með rentu. Múlinn Jazzklúbbur leikur vikulega í Björtuloftum og Sígildir sunnudagar hljóma vikulega í Norðurljósum eða Kaldalóni. How to become Icelandic in 60 minutes, Reykjavík Classics og Icelandic Sagas gleðja erlenda ferðalanga sem heimsækja Hörpu. Upptakturinn, Ómkvörnin og Barnamenningarhátíð eru árlegir viðburðir fyrir ungdóminn og tónelska músin Maxímús gleður yngstu gesti Hörpu við ýmis tækifæri.
Í Hörpu finna því allir eitthvað við sitt hæfi. Verið velkomin!
Salir í Hörpu
PDF – 409727
Kaldalón - tilboð 2019
PDF – 57915
Ýlir
SUT - Ruth Hermanns
Hátíðir í Hörpu
Upptakturinn
Múlinn Jazzklúbbur
Sígildir sunnudagar
Viðskiptastjóri
arngrimur@harpa.is
528 5017 / 692 1313
asa@harpa.is
528 5022 / 848 3941
Dagskrárstjóri
melkorka@harpa.is
528 5057 / 693 3919