x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ráðstefnuhald

Taktu næstu stóru ákvörðun í Hörpu

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík hefur hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun fyrir framúrskarandi aðstöðu til ráðstefnuhalds. Þar á meðal var Harpa valin „Besta viðburðahús“ árið 2011 af Travel&Leisure tímaritinu og sumarið 2016 fékk Harpa Business Destination verðlaun sem „Besta ráðstefnuhús“ í Evrópu.

Harpa býr yfir 6600 m² af rými til ráðstefnuhalds og tekur stærsti salurinn 1800 manns í sæti en næststærsti salurinn allt að 840 manns í sæti. Sölum og rýmum má skipta upp eða sameina á óteljandi máta svo húsið geti rúmað allt að 3500 þátttakendur. Salirnir eru fjölnota og gæddir fyrsta flokks hljómburði og tækni ásamt hljóðeinangruðum túlkaherbergjum. Í öllum fundarherberjum er fundarbúnaður ásamt allri nýjusta tækni sem hentar í allar tegundir kynninga. Opin sýningarými eru  rúmgóð og  fjölnota með útsýni bæði að miðbæ Reykjavíkur og höfninni.

Harpa býr yfir fyrsta flokks aðstöðu til ráðstefnuhalds með tilheyrandi sýningum, fyrirlestrum, fundum, vörukynningum, tónleikum og öðrum menningarviðburðum. Starfslið Hörpu býr yfir mikilli fagþekkingu og býður upp á persónulega en heimsklassa þjónustu til að tryggja vel heppnaðan viðburð. Veitingaþjónusta Hörpu gegnir þar mikilvægu hlutverki.

Meðal þeirra viðburða sem hafa farið fram í Hörpu frá opnun árið 2011 eru Hönnunarmars, Reykjavik Fashion Festival, Reykjavíkurskákmótið, Nike Sneakerball, Food and Fun, Matarmarkaðir Búrsins og bílasýningar. Meðal þeirra alþjóðlegu ráðstefna sem hafa verið haldnar í Hörpu eru Eve Online Fanfest, Arctic Circle, Spirit of Humanity Forum, ConneXion 2014, Language Resources and Evaluation Conference –LREC, 33 Congress of the Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine –SSAI og 67th Nordic Council Meeting 2015.

Harpa er eitt stærsta kennileiti Reykjavíkur sem er staðsett við hafnarbakka Reykjavíkur með útsýni að Norður-Atlantshafi, fjöllum og allri strandlengju Faxaflóa. Í næsta nágrenni við Hörpu má sækja alla mögulega þjónustu, hótel, veitingastaði, söfn, listagallerí, verslun, afþreyingu og skoðunarferðir um villta og framandi náttúru Íslands. Harpa er í grennd við samgöngumiðstöðvar en undir húsinu er einnig tveggja hæða bílahús með 550 stæðum.