tónleikar, sígildir sunnudagar, sígild og samtímatónlist

Sígildir sunnu­dagar: Vis-à-vis. Cage, Takem­itsu og Ensemble Adapter

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 5. maí - 16:00

Salur

Norðurljós

John Cage heimsótti Japan árið 1962 og hélt þar nokkra tónleika ásamt tónskáldunum David Tudor, Toshio Ichiyanagi og Yoko Ono. Seinni tíma heimildir nefna þessa heimsókn “Cage Sjokkið”. Ferðin hafði mikil áhrif á Cage sem og á tónskáld og tónlistarfólk sem hann hitti í Japan.
Þeirra á meðal var tónskáldið Toru Takemitsu. Með þeim Cage og Takemitsu myndaðist náin vinátta og gagnkvæm aðdáun, þeir skrifuðu greinar um tónlist hvor annars og pöntuðu verk hvor af öðrum í gegnum árin. Árið 1986 bað gjörningadúóið [THE] frá San Diego Cage og Takemitsu um að semja verk í sameiningu fyrir tónleika sína á Pacific Ring Festival. Verkið “vis-à-vis” er talið upp á verklista beggja sem samvinnuverkefni, en nóturnar er hvergi að finna. Verkið hefur lengi verið talið glatað, eða var það kannski aldrei til?

Kammerhópurinn Adapter hefur lagst í mikla rannsóknarvinnu síðastliðið ár og er líklegast kominn til botns í málinu..

Á tónleikunum verða leikin verk eftir John Cage, Toru Takemitsu, [THE] og Adapter


Viðburðahaldari

Ensemble Adapter

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.