klassík, sígild og samtímatónlist, sígildir sunnudagar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: Rúnar og Helga Bryndís

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 17. mars - 16:00

Salur

Norðurljós

Rúnar Óskarsson klarinettleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari leika fjölbreytta efnisskrá sem samanstendur af þremur norrænum verkum frá 20. öld auk sónötu í es dúr eftir Johannes Brahms.

Efnisskrá:

Áskell Másson (1953) - Sónatina (1998)
Esa Pekka Salonen (1958) - Nachtlieder (1978)
Olav Berg (1949) - Fantasia Breve (1983)
Johannes Brahms (1833-1897) - Sonata in Eb op. 120 no 2. (1894)

Rúnar Óskarsson lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1993 þar sem hann naut handleiðslu Sigurðar I. Snorrasonar. Hann stundaði framhaldsnám hjá George Pieterson við Sweelinck tónlistarháskólann og lauk prófi frá skólanum 1996. Samhliða klarínettunáminu nam hann bassaklarínettuleik hjá Harry Sparnaay og lauk einleikarprófi á bassaklarínettu vorið 1998. Rúnar sótti og tíma hjá Walter Boeykens í Rotterdam. Hann er fastráðinn klarínettu- og bassaklarínettuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, en auk þess hefur hann leikið með ýmsum hópum, Kammersveit Reykjavíkur, Caput, hljómsveit Íslensku óperunnar og í Þjóðleikhúsinu og komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Rúnar hefur einnig gefið út geisladiska og leikið á fjölmörgun einleiks- og kammertónleikum. Hann kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og er stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar.

Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk einleikara-og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987 þar sem aðalkennari hennar var Jónas Ingimundarson. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Konservatoríið í Vínarborg hjá Leonid Brumberg og Sibeliusarakademíuna í Helsinki, hjá Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila. Hún hefur leikið fjölmörgu einleiksprógrömm, m.a. í Salnum í Kópavogi, á Listahátií í Reykjavík og um allt land. Hún hefur auk þess leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, píanókonserta eftir Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin og Bach. Helga Bryndís lék einleik í beinni sjónvarpsútsendingu á Norðurlöndunum í spurningaþættinum Kontrapunkti. Hún hefur leikið mikinn fjölda tónleika með fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins og hljóðritað marga geisladiska í samstarfi við aðra en einnig gefið út disk með einleiksverkum eftir Robert Schumann, Carnaval og Fantasiu. Hún er meðlimur í Caputhópnum og hefur síðustu ár leikið í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Kammersveit Reykjavíkur og hefur tekið þátt í fjölda kammertónleika ýmiskonar. Hún hefur einnig gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp, bæði ein og með öðrum.

Viðburðahaldari

Rúnar Óskarsson

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.