tónlist, tónleikar, sígildir sunnudagar, sígild og samtímatónlist

Sígildir sunnudagar: QuartetES snýr aftur í Hörpu
Verð
3.500 - 4.000 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 24. september - 16:00
Salur
Norðurljós
Íslensk-bandaríski strengjakvartettinn QuartetES frumflytur tvö verk á Sígildum sunnudögum, kvartett eftir bandaríska tónskáldið Robert Carl og útsetningu fyrir strengjakvartett á verki Daníels Bjarnasonar Air to Breath. Einnig verður fluttur kvartett eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og Kvartett nr. 1 eftir Béla Bartók.
QuartetES skipa fiðluleikararnir Anton Miller og Ertan Torgul, Rita Porfiris víóla og Jennifer Kloetzel selló.
Eldri borgarar og skólafólk fá aðgöngumiðann á kr. 3500 í miðasölu Hörpu.
Viðburðahaldari
QuartetES
Miðaverð er sem hér segir:
A
4.000 kr.
Dagskrá
Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.

Hápunktar í Hörpu