tónleikar, sígildir sunnudagar, sígild og samtímatónlist

Sígildir sunnu­dagar: Píanókvart­ettinn Negla

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.500 - 3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 7. apríl - 16:00

Salur

Norðurljós

Píanókvartettinn Negla er nýr kvartett sem tók til starfa árið 2023 með tónleikum í Tíbrá í Salnum og í Hofi á tónleikum á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Á öðru starfsárinu sínu ætla meðlimir Neglu að halda áfram að tefla saman annars vegar nýjum verkum sem áheyrendur gætu verið að heyra í fyrsta sinn og hins vegar þekktum stórvirkjum klassískrar tónlistar.

Kvartettinn kemur nú fram á Sígildum sunnudögum með spennandi efnisskrá og flytur píanókvartetta eftir Peteris Vasks og Johannes Brahms. Hér blandast saman gamalt og nýtt, hárómantískur kvartett Brahms og beinskeyttur, þjóðlagakenndur kvartett Vasks sem saminn er 126 árum síðar.

Þetta eru á vissan hátt ólík verk, en þó hvort tveggja tónsmíðar sem engan láta ósnortinn vegna fegurðar sinnar, dramatíkur og heillandi samspils þessara fjögurra hljóðfæra.

Tónmál þessara tónskálda er ólíkt, eins og gefur að skilja, en karakter tónlistarinnar tengir þá saman, þar sem bæði verkin eru tilfinningaþrungin og dramatísk, jafnvel örvæntingarfull á köflum, þó að vonarglæta leynist inn á milli. Forvitnilegt verður að heyra þessi tvö verk á sömu tónleikum og heyra tónskáldin kallast á gegnum aldirnar.

Kvartettinn Negla
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló
Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanó

Efnisskrá
Peteris Vasks (1946*)
Píanókvartett
• Preludio. Moderato
• Danze. Allegro
• Canti drammatici. Andante
• Quasi una passacaglia. Allegro - Andante
• Canto principale. Cantabile
• Postludio. Adagio

Hlé

Johannes Brahms (1833-1897)
Píanókvartett nr. 3 í c-moll
• Allegro non troppo
• Scherzo: Allegro
• Andante
• Finale: Allegro comodo

Viðburðahaldari

Kvartettinn Negla

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.