tónlist, tónleikar, sígildir sunnudagar, sígild og samtímatónlist, jól, jól

Sígildir sunnu­dagar: Líður að tíðum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 17. desember - 16:00

Salur

Norðurljós

Dulúð og dýrlingar eru viðfangsefni Caudu Collective á tónleikunum Líður að tíðum. Flutt verða tvö verk eftir meðlimi kammerhópsins, annars vegar nýtt verk byggt á tíðasöngvum Heilagrar Úrsúlu eftir Hildigerði af Bingen og hins vegar Adest Festum, en það var samið í Skálholtskirkju sumarið 2020 og er unnið úr stefjabrotum úr tíðasöngvum Þorláks helga. Þá verður flutt hið dularfulla verk Changing Light eftir Kaju Saariaho við texta rabbínans Jules Harlow, en fínlegt tónmál verksins á að tákna hversu viðkvæmt lífið er. Einnig verður frumflutt nýtt verk, Þrenning, fyrir strengjatríó eftir Svein Lúðvík Björnsson.

Flytjendur eru Björk Níelsdóttir sópran, Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari.



Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem leita út fyrir rammann í tónlistarflutningi sínum. Hlutverki flytjandans er ögrað; hann semur líka tónlist, útsetur, spinnur og vinnur þvert á miðla. Hópurinn leitar nýrra leiða til að túlka gamla tónlist í samtali við nútímann, gjarnan með hjálp annarra listforma. Cauda Collective hefur komið fram á Sígildum sunnudögum í Hörpu, Sumartónleikum í Skálholti, Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Centre Pompadour í Frakklandi svo eitthvað sé nefnt. Í starfi Cauda Collective er lögð áhersla á að vinna náið með tónskáldum og hefur hópurinn frumflutt fjölda nýrra tónverka, m.a. eftir Halldór Eldjárn, Ingibjörgu Friðriksdóttur, Finn Karlsson og Fjólu Evans. Hópurinn hefur einnig útbúið nýjar útsetningar á ýmis konar tónlist sem ekki tilheyrir klassískri tónlist, má þar nefna samstarfsverkefni með Mugison á 10 ára afmæli Haglél og hljómplötuna Adest Festum sem kom út árið 2021 og inniheldur nýja nálgun Caudu Collective á einu elsta nótnahandriti Íslands, Þorlákstíðum.

Nemendum og eldri borgurum býðst aðgöngumiðinn á kr. 2000 í miðasölu Hörpu.

Viðburðahaldari

Cauda Collective

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.