Tónlist, Jólatónleikar, Sígild og samtímatónlist

Sígildir sunnu­dagar: Jóla­tón­leikar Kammer­sveitar Reykja­víkur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 - 3.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 4. desember - 16:00

Salur

Norðurljós

Í rúmlega fjörutíu ár hafa barokktónleikar Kammersveitar Reykjavíkur komið tónleikagestum í hátíðarskap. Á þessum tónleikum mun barokktónlist frá norðurslóðum óma. Bæði margrómuð verk tónbókmenntanna og einnig verða frumflutt í barokkbúningi nokkrar þjóðargersemar Íslendinga, þremur öldum eftir að þau litu dagsins ljós. Til að bæta fyrir að vestræn tónlist náði ekki ströndum Íslands fyrr en á seinni hluta 19. aldar hafa meðlimir Kammersveitarinnar, þau Hrafnkell Orri Egilsson og Una Sveinbjarnardóttir, klætt þjóðlögin Hátíð fer að höndum ein, Oss barn er fætt í Betlehem og hið sígilda Jólakvæði Sigvalda Kaldalóns, í barrokkbúning.

Í ár hljóma tvö klarínett á jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur. Þar eru þau afar sjaldséðir gestir en er krafist í hinni dillandi Klarínettusinfóníu eftir norska tónskáldið, uppfinningamanninn og slökkviliðsstjórann Johan Daniel Berlin.

Empfindsamkeit, eða viðkvæmnis-stíll, einkennir dramatískan og kraftmikinn flautukonsert Franz Benda. Tónskáldið og fleiri fjölskyldumeðlimir þess voru starfandi tónlistarmenn við hirð Friðriks mikla í Potsdam. Konsertinn er því án efa skrifaður fyrir Prússakonunginn.  Hernaðarsnillinginn sem einnig var liðtækur flautuleikari. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari leikur hér einleik með Kammersveitinni.

Chaconna úr Tríósónötu í B-dúr op. 1 nr. 4 er ágætt dæmi um snilligáfu danska tónskáldsins Dieterich Buxtehude. Buxtehude var rómaður tónlistarmaður og gerði borgina Lübeck, þar sem hann starfaði, að mekka tónlistarinnar. Einn af þeim sem fór pílagrímsferð þangað var hinn tvítugi Johann Sebastian Bach sem fór 400 kílómetra fótgangandi til að komast á fund Buxtehude.

Handan Ermarsundsins, í Lundúnum, skapaði George Frideric Händel, á löngum tíma 12 Concerti Grossi, eða Tólf stóra konserta. Konsertarnir hafa að geyma tríó-sónötur, aríur, franska forleiki, ítalskar sinfóníur, fúgur, tilbrigði við stef og dansa. Við samningu þeirra notaði Händel alla þá möguleika sem tónmál hans bjó yfir. Síðasti konsertinn, nr. 12, er einmitt gott dæmi um gnótt tónmálsins og miðkaflinn geymir eitt dáðasta stef tónskáldisns.

Viðburðahaldari

Kammersveit Reykjavíkur

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.