tónlist, sígildir sunnudagar, sígild og samtímatónlist

Sígildir sunnu­dagar: Gítar­tónar Suður-A­m­eríku

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.400 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 3. mars - 16:00

Salur

Norðurljós

Tónskáldið Frederic Chopin sagði eitt sinn: 

Ekkert hljómar fegurra en gítar, nema ef vera skyldi tveir gítarar

Á þessum tónleikum munu klassísku gítarleikararnir Óskar Magnússon og Svanur Vilbergsson leiða tónleikagesti í gegnum rjómann af gítartónlist Suður-Ameríku sem samin hefur verið fyrir tvo gítara. Hrynfastir dansar, seiðandi tangóar og angurværar laglínur koma saman til að skapa einstaka stemningu frá þessum suðupotti gítartónlistarinnar. Ekki skemmir heldur fyrir að á efnisskránni verður einn hreinræktaður íslenskur tangó úr smiðju Ara Háldánar Aðalgeirssonar sem sérstaklega var saminn fyrir þetta gítardúó.

Óskar og Svanur hafa starfað saman um árabil á einn eða annan hátt og hafa getið sér gott orð sem bæði einleikarar og kammerspilarar hérlendis og erlendis.

Efnisskrá
Paulo Bellinati; Jongo      
Sergio Assad: Jobiniana No. 1  
Ari Hálfdán Aðalgeirsson: Tango por la cuerda tensa
I. Allegro
II. Molto Allegro
III. Adagio
Jorge Cardoso: Milonga
Joao Pernambuco: Sons de carrelhoes
Zequinha Abreu: Tico tico
Astor Piazzolla: Tango Suite  
I. Allegro
II. Andante
III. Allegro

Viðburðahaldari

Svanur Vilbergsson og Óskar Magnússon

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.400 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.