klassík, sígild og samtímatónlist, sígildir sunnudagar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: Gadus Morhua

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 - 4.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 10. mars - 16:00

Salur

Kaldalón

HÆTTULEG KYNNI

Tónlist Jean-Philippes Rameau hefði betur aldrei hætt sér til Íslands. Eða Frakkar betur aldrei hleypt Íslendingum inn í tónlistarskóla sína. Eða betur aldrei lagt undir sig nýlendur. Nema: hvar hefðu Sólkonungar þá átt að sækja sín yfirgengilegu auðæfi? Þótt Frakkland sé stórkostlega frjósamt nægir svoleiðis stórdúddum engan veginn að éta uppskeruna úr eigin sveitum og svelta sinn eigin lýð.

Laki, dyravörður Helvítis, spjó á árunum ösku ekki aðeins yfir sinn eigin íslenska lýð sem hann þar með saxaði niður um ein 20%, heldur ku sú aska einnig hafa fallið á franska akra og þar með gert út af við þol frönsku þjóðarinnar fyrir því hungri sem konungar höfðu lagt á hana um áratuga eða alda bil. Franska byltingin varð, hausinn af.

Hvort það var gæfuspor verður hér ekki rakið né greint.

Uslatríóið Gadus Morhua Ensemble ætlar að taka frjálsri hendi tónlist franska tónskáldsins Jean-Philippe Rameau (1683-1764). Henni verður spillt, eins og Mlle Cécile Volanges forðum, með kynnum við íslenskan torfi ataðan menningararf, langspilsleik og splunkunýtt orða- og tónaefni þorskatríósins. En frumsamið efni samtvinnað við íslenskan þjóðararf og evrópska hámenningu er aðal tríósins.

Verkin munu sæta misspillandi meðferð: Inn fléttast langspilstónn þar sem síst skyldi, þó með barokkselló og sembal sér við hlið, þjóðlega flautu og slagverkshljóðfæri, sem meðlimir tríósins slá upp á og blása í. Bætt verður við rondóum, nýbökuðum rímnakvæðum og -lögum, langspilsspuna og fleiru spilingarefni.

Tónleikarnir eru um klukkustund og án hlés.

Viðburðahaldari

Gadus Morhua

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.500 kr.