tónlist, klassík, sígild og samtímatónlist

Sígildir sunnudagar: Ástarsöngvaveisla
Verð
4.400 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 21. apríl - 16:00
Salur
Norðurljós
Kammerkvartettinn ásamt píanódúói bjóða til ástarsöngvaveislu á Sígildum sunnudögum. Fluttir verða tveir ljóðaflokkar sem byggjast báðir á þjóðlagatextum um ástina, auk Mynda að austan fyrir fjórhent píanó sem er innblásið af arabískum ljóðatextum og passar því einkar vel inn í þessa ljóðadagskrá.
Efnisskrá
Robert Schumann: Spænskir ástarsöngvar op. 138
Myndir að austan op. 66
Hlé
Johannes Brahms: Ástarsöngva-valsar op. 52
Flytjendur
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran
Kristín Sveinsdóttir mezzósópran
Eggert Reginn Kjartansson tenór
Unnsteinn Árnason bassi
Paulina Maslanka og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikarar
Nemendum, eldri borgurum og öryrkjum býðst aðgöngumiðinn á kr. 3000 í miðasölu Hörpu.
Viðburðahaldari
Kammerkvartettinn
Miðaverð er sem hér segir:
A
4.400 kr.
Dagskrá
Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.

Hápunktar í Hörpu