sígild og samtímatónlist, sígildir sunnudagar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: Á reisu um Evrópu

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 28. apríl - 16:00

Salur

Norðurljós

Efnisskrá

Luigi Boccherini: Sónata í G-dúr, G. 15
ásamt Steineyju Sigurðardóttur, selló

Robert Schumann: Adagio & Allegro, Op. 70

Claude Debussy: Sónata fyrir selló og píanó í d-moll

-hlé-

Witold Lutoslawski: Grave fyrir selló og píanó

Dmitri Shostakovich: Sónata fyrir selló og píanó í d-moll, Op. 40

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Antoine Préat, píanó

Þessi fjölbreytta og litríka efnisskrá tekur hlustendur á sannkallaða Evrópureisu, þvert á landamæri og tíma. Ferðin hefst á Ítalíu á 18ndu öldinni þar sem sellósnillingurinn Luigi Boccherini samdi ógrynni af virtúósískum gersemum fyrir eigið hljóðfæri, meðal annars sónötuna í G-dúr sem hér hljómar. Stokkið er svo fram í tímann til ársins 1849 og leiðin tekin norður til Dusseldorf, þar sem Robert Schumann gaf sjálfum sér það verkefni að semja smáverk fyrir aragrúa af mismunandi hljóðfærum. Adagio & Allegro sem hér hljómar var upphaflega skrifað fyrir horn, en Schumann gaf blessun sína á þessari umskrift fyrir sellóið og verkið verið ástsæll meðlimur sellóbókmenntanna síðan. Raunar var svipað uppi á teningnum í Frakklandi rúmum 75 árum síðar hjá Claude nokkrum Debussy. Debussy var orðinn heilsuveill og hafði ekki getað samið í nokkurn tíma en fékk svo þann innblástur að skrifa sónötur fyrir fjölbreyttan hóp hljóðfæra, og meðal þeirra var þessi stutta og kraftmikla sónata fyrir selló og píanó. Eftir hlé verður haldið austur til gömlu Sovíetríkjanna, annars vegar til Varsjár í Póllandi og að lokum til Moskvu. Grave, eða Metamorphoses, eftir Witold Lutoslawski er í raun eitt stórt crescendo frá byrjun til enda, í hljóðstyrk, ákefð og tilfinningum. Efnisskránni lýkur svo í Rússlandi um miðbik 20. aldarinnar með hinni mögnuðu sellósónötu Prokofievs. Hún er einstaklega rómantísk og innileg tónsmíð en einnig full af húmor, léttleika og gamansemi.

Viðburðahaldari

www.geirthruduranna.com

Miðaverð er sem hér segir:

A

5.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.