sígild og samtímatónlist, sígildir sunnudagar, tónleikar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: 61+1

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.200 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 14. janúar - 16:00

Salur

Norðurljós

Sigurður Halldórsson hefur bókstaflega aldrei verið við eina fjölina felldur sem sellóleikari, eða sem sviðslistamaður almennt. Síðustu fjörutíu-og-eitthvað ár hefur hann ekki getað látið margt ósnert í íslensku listalífi, hvort sem það heitir Caput, Voces Thules, Camerarctica, Emil og Anna Sigga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Sumartónleikar í Skálholti, Bachsveitin, Skálholtskvartettinn, Nordic Affect, Reykjavík Barokk eða Listaháskólinn.

Nýlverið náði Sigurður sex tugum í aldri, nánar tiltekið þann 13. janúar 2023. Ýmis skakkaföll svo sem beinbrot, bankahrun, námslánaafborganir, háir húsnæðisvextir og önnur jafnvel alvarlegri atvik hafa ekki enn gert hann af baki dottinn. Og í tilefni af því verða tónleikar haldnir á Sígildum sunnudögum 14. janúar, þar sem Sigurður fær til liðs við sig samstarfsfólk úr hópi góðra vina og ættingja til að flytja tvo sellókonserta frá 18. öld ásamt nokkrum kammerverkum frá barokktímanum.

Á efnisskrá verða sellókonsertar eftir A. Vivaldi og C. Ph. E. Bach auk kammerverka eftir Biber, J.S. Bach o.fl. 

Flytjendur eru Sigurður Halldórsson selló, Hildigunnur Halldórsdóttir, Soko Yoshida, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, Nathalia Duarte fiðlur og víólur, Halldór Bjarki Arnarson semball, ásamt fleirum.

Viðburðahaldari

Sigurður Halldórsson

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.200 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.