Tónlist, Klassík

Sæunn leikur Bach – einleiks­tón­leikar á Sígildum sunnu­dögum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 26. febrúar - 16:00

Salur

Norðurljós

Efnisskrá
Jóhann Sebastían Bach - Sellósvíta nr. 1
Benjamin Britten - Sellósvíta nr. 1
Jóhann Sebastían Bach - Sellósvíta nr. 3
Þuríður Jónsdóttir - 48 Images of the Moon
Jóhann Sebastían Bach - Sellósvíta nr. 5

Eins og svo margir var Sæunn Þorsteinsdóttir, innilokuð um tíma meðan heimsfaraldur kórónuveiru gekk yfir. Snemma sumars 2020 pakkaði hún hins vegar sellóinu niður þar sem hún var stödd í Bandaríkjunum og hélt til Íslands. Markmiðið var að leika allar sex sellósvítur Bachs, eina í einu í sex mismunandi kirkjum vestur á fjörðum. Á sumarsólstöðum fylltust guðshúsin af tónleikaþyrstum gestum sem margir fylgdu Sæunni, kirkju í kirkju – úr firði í fjörð, þar til loks síðasta svítan hljómaði við ysta haf þegar sólin rétt sleikti hafflötinn. Sæunn hljóðritað svíturnar sex í farmhaldi og koma þær nú út á einleiksdiski undir merkjum bandarísku útgáfunnar Sono Luminus.

Á þessu einleikstónleikunum í Norðurljósum leikur Sæunn Þorsteinsdóttir þrjár sellósvítur eftir Bach í tilefni að útkomu disksins. Enn fremur hljómar ein svíta Benjamín Brittens en Sæunn hljóðritaði sellósvítur breska tónskáldsins fyrir fyrstu hljómplötu sína. Önnur plata Sæunnar, Vernacular, hefur að geyma íslenska tónlist fyrir einleiksselló og af henni hljómar verk Þuríðar Jónsdóttur sem hún samdi sérstaklega fyrir Sæunni.

Sæunn er einn fremsti sellisti Íslands og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir tilfinningaþrunginn leik sinn. Hún heldur tónleika víða um heim, er m.a. fastagestur í Carnegie Hall. Hún er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2022-23 og eru tónleikarnir í Svörtu röð hljómsveitarinnar. Í röðinni eru fernir tónleikar þar sem Sæunn leikur fjölbreytta tónlist með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þessara einleikstónleika.

Verð kr. 3.900 og áskrifendur hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 10% afslátt í miðasölu Hörpu. 

Viðburðahaldari

Sæunn Þorsteinsdóttir

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.