jazz og blús, múlinn, tónlist

Rebekka & Kalli / Sarah & Mancini - Múlinn Jazz­klúbbur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 3. apríl - 20:00

Salur

Björtuloft

Rebekka Blöndal, söngur
Jóel Pálsson, saxófónn
Karl Olgeirsson, píanó og söngur
Nicholas Moreaux, bassi

Tvöfaldir heiðurstónleikar til heiðurs Henry Mancini og Söru Vaughan sem bæði hefðu átt 100 ára afmæli á þessu herrans ári 2024. Þau Rebekka Blöndal og Karl Olgeirsson hafa síðast liðið ár spilað og sungið saman en á efnisskránni verða lög eftir Mancini sem og lög af plötunni “Sara Vaughan sings the Mancini Songbook.” Það er alls ekki óvíst að einhver lög taki á sig nýja mynd í formi dúetta! Þau Karl og Rebekka hafa fengið með sér þá Nico Moreaux á kontrabassa og Jóel Pálsson á saxafón. Rebekka er ein af frambærilegustu djass og blús söngkonum landsins og hefur síðastliðin ár vakið mikla athygli. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djass og blús sem flytjandi ársins og hlaut verðlaunin árið 2023 fyrir söng ársins. Karl Olgeirsson er flestum kunnugur og hefur hann komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Hann hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína og hlotið Grímu fyrir leikhústónlist og tvenn verðlaun fyrir síðustu plötu sína, Mitt bláa hjarta. Hann er einnig þekktur fyrir Orgeltríóið sitt sem hefur gefið út tvær plötur og píanótríóið sitt DJÄSS sem hefur gefið út 3 plötur og leikið meðal annars á hinu virta Jazz Baltica Festivali.


Viðburðahaldari

Múlinn Jazzklúbbur

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Björtuloft

Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.