Klassík, Börn og Fjölskyldan

Pétur og úlfurinn - Kammer­sveit Reykja­víkur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 3. október - 14:00

Salur

Norðurljós

Pétur og úlfurinn

Sögumaður: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Pétur og úlfurinn eftir Prokofíev hefur fangað ímyndunarafl barna, kynslóð fram af kynslóð. Verkið – um krakkann uppátækjasama, árans úlfinn og dýrin í sveitinni – er einnig í uppáhaldi hjá mörgum fullorðnum, þar með töldum meðlimum Kammersveitar Reykjavíkur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun leiða börnin inn í söguna og kynna hljóðfærin fyrir þeim. Steinunn er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og hefur bæði hlotið Grímu- og Edduverðlaun fyrir leik sinn. Að þessu sinni flytur Kammersveit Reykjavíkur verkið í kammerútsetningu Helmuts Schmidinger og stefnir á gáskafulla túlkun á sögupersónum og atburðarás ævintýrsins.

Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1974 af Rut Ingólfsdóttur og félögum. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist, allt frá barokktímanum til nútímans, og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Kammersveitin hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síðan. Árvissir Jólatónleikar Kammersveitarinnar sem helgaðir eru tónlist barokktímans eru í margra huga ómissandi þáttur í aðdraganda jóla. Kammersveitin hefur unnið náið með íslenskum tónskáldum, frumflutt fjölda nýrra íslenskra verka og gefið út fjölda geisladiska.

Miðaverð: Kr. 2.000 fyrir fullorðna, kr. 500 fyrir börn 18 ára og yngri (fæst afgreitt í miðasölu Hörpu)


Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.