Tónlist, Jólatónleikar, Jazz

Nat King Cole jól - Múlinn Jazz­klúbbur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.500 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 14. desember - 20:00

Salur

Norðurljós

Vegna mikillar eftirspurnar hafa tónleikarnir nú verið færðir í Norðurljós og miðum bætt við í sölu. 

Þór Breiðfjörð, söngur
Ásgeir Ásgeirsson, gítar
Kjartan Valdemarsson, píanó
Jón Rafnsson, bassi

Í þessum kvartett heiðra þeir Þór Breiðfjörð og félagar Nat King Cole tríóið og flytja jólaperlur sem eru fyrir löngu orðnar ódauðlegar; The Christmas Song, O little town of Betlehem, O Holy Night o.fl.  en auk þess mun andi helstu flauelsbarka á borð við Michael Bublé, Bing Crosby, Sinatra og Tony Bennet einnig svífa yfir vötnum. Þetta er fullkomin leið fyrir bæði djassunnendur og jólabörn að vinda sér upp á toppinn á Hörpu í frábæran djassklúbb með útsýni yfir næturhimininn og láta jólastressið líða úr sér við endalaus ljúf lög sem allir þekkja. Hver veit nema norðurljósin dansi með. Þór hefur til margra ára verið einn af okkar helstu “crooner”-söngvurum og gaf m.a. út fyrir nokkrum árum plötuna Jól í stofunni og þar sveif andi aflauelsbarkanna svo sannarlega yfir vötnum. Diskurinn hlaut feikna góðar viðtökur, en á honum mátti heyra þekkt jólalög auk tveggja nýrra í flutningi Þórs Breiðfjörð, m.a. lagið “Hin fyrstu jól” eftir Ingibjörgu Þorbergs, sem við þekkjum vel með texta Kristjáns frá Djúpalæk, sem á þessum diski er flutt með upprunalega textanum sem var eftir Ingibjörgu sjálfa og bar nafnið “Beautiful Christmas Time”.


Viðburðahaldari

Múlinn Jazzklúbbur

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.