myrkir músíkdagar 2024, sígild og samtímatónlist, tónleikar, tónlist

Myrkir músíkdagar 2024: Ragga Gísla X Cauda Collective
Verð
3.500 kr
Næsti viðburður
föstudagur 26. janúar - 19:00
Salur
Norðurljós
Cauda Collective leikur verk eftir Ragnhildi Gísladóttur.
Tónskáldið Ragnhildur Gísladóttir og kammerhópurinn Cauda Collective taka höndum saman og flytja nýtt tónverk eftir Ragnhildi á Myrkum músíkdögum 2024. Ragnhildur mun einnig vera partur af flutningi verksins og koma fram sem eins konar sólisti með bandinu. Þema verksins er vatnið og eiginleikar þess, þetta viðfangsefni hefur veitt tónskáldinu innblástur í fyrri verkum og er því framhald í nýjum búningi.
Kammerhópurinn Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem leita út fyrir rammann í tónlistarflutningi sínum og hefur frá stofnun árið 2018, lagt ríka áherslu á samstarf við tónskáld þegar kemur að frumflutningi nýrrar tónlistar. Á meðal tónskálda sem hópurinn hefur unnið með eru Halldór Eldjárn, Finnur Karlsson, Fjóla Evans, Ingibjörg Friðriksdóttir Eygló Höskuldsdóttir Viborg og Örn Elías Guðmundsson (Mugison).
Röggu Gísla þarf vart að kynna, en hún er einn ástsælasti tónlistarmaður landsins og hlaut árið 2012 riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Ragnhildur stofnaði m.a. Grýlurnar og gekk svo til liðs við hljómsveitina Stuðmenn. Ragnhildur stundaði nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-próf í tónsmíðum 2008 og MA-próf í tónsmíðum 2013.
Tónleikarnir eru um klukkustund og án hlés. Dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér.
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands, sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur.
Viðburðahaldari
Myrkir músíkdagar
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.500 kr.
Dagskrá
Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.

Hápunktar í Hörpu